fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Hetjudáð húsvarðarins í Christchurch – „Miklu fleiri hefðu verið myrtir“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. mars 2019 06:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitni, sem voru í Linwood moskunni í Christchurch í gær, segja að ungur maður, húsvörðurinn, hafi unnið mikla hetjudáð þegar Brenton Tarrant réðst inn í moskuna og skaut fólk með köldu blóði. Vitnin segja að ef húsvörðurinn ungi hefði ekki gripið til sinna ráða hefðu mun fleiri látist.

Sky skýrir frá þessu. Haft er eftir Syed Mazharuddin, sem lifði árásina af, að hann hafi verið við bænir í Linwood moskunni ásamt 60 til 70 öðrum. Skyndilega hafi hann heyrt skothvelli.

Fólk byrjaði að öskra og hann leitaði skjóls þegar Tarrant kom inn í moskunni.

„Við innganginn sat eldra fólk og var að biðja og hann byrjaði bara að skjóta á það.“

Sagði Mazharuddin og bætti við að Tarrant hafi verið í skotheldu vesti og hafi skotið fólk af handahófi.

„Það var kona sem öskraði „hjálp, hjálp“ og hann skaut hana beint í andlitið af stuttu færi.“

„Þá sá ungur maður, sem sér um moskuna og aðstoðar við lagningar, tækifæri opnast og stökk á hann og reif byssuna af honum. Hetjan reyndi að elta hann en hann fann ekki gikkinn á byssunni . . . . hann hljóp á eftir honum en það beið fólk eftir honum í bíl fyrir utan og hann flúði.“

Mazharuddin sagði að einn vinur hans hefði dáið á staðnum og öðrum hafi blætt mikið.

Faisal Sayed, sem einnig var í moskunni, hrósaði húsverðinum unga einnig fyrir hetjulega framgöngu hans. Hann sagði að hann hefði læðst aftan að Tarrant og haldið honum föstum þar til hann missti byssuna.

„Ef það hefði ekki gerst hefðu miklu fleiri verið myrtir og ég væri ekki hér núna.“

Sagði hann í samtali við indvesku sjónvarpsstöðina NDTV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið