fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Kidman gagnrýnd

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum er ljóst að ekki ríkir mikil hrifning í Hollywood vegna úrslita forsetakosninganna og andúðin á Donald Trump er mikil. Leikkonan Nicole Kidman hefur verið gagnrýnd fyrir orð sem hún lét falla í viðtali við BBC en þar sagði hún að Bandaríkjamenn ættu að styðja forseta sinn hverju sinni, hver sem hann væri. Sjálf segist hún með orðum sínum ekki hafa verið að lýsa yfir sérstökum stuðningi við Trump heldur hafa verið að leggja áherslu á trú sína á lýðræðið og bandarísku stjórnarskrána. „Það var það sem ég sagði og er mjög einfalt,“ bætti hún við.

Kidman hefur ekki einungis komist i fréttirnar vegna þessara orða heldur velta slúðurblöð sér einnig upp úr framkomu hennar á Golden Globe-verðlaunahátíðinni en þar truflaði hún Tom Hiddleston, aðalleikara Næturvarðarins, þegar hann var í viðtali í beinni útsendingu á rauða dreglinum. Kidman kom aðvífandi og greip fram í fyrir leikaranum til að koma því að að henni þætti gaman að vera mætt. Hiddleston tók trufluninni vel, en slúðurblöðin velta því fyrir sér hvort leikkonan hafi verið drukkin. Kannski fannst henni bara svona gaman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón
Fókus
Fyrir 3 dögum

Öllu tjaldað til fyrir afmæli hundsins

Öllu tjaldað til fyrir afmæli hundsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson