fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir kosningabaráttu borgarstjóra fjármagnaða úr borgarsjóði: „Upplýst að 5 milljónum var eytt“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. mars 2019 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, hefur fengið svar við fyrirspurn sinni um kostnað við fundarröð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, í aðdraganda kosninga og eftir, eða á tímabilinu 1. janúar til 15. nóvember. Sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram þann 26. maí.

Vigdís óskaði eftir sundurliðuðum kostnaði en í bókun hennar kemur fram að auglýsingakostnaður var 1,2 milljónir og 2,4 milljónir fóru í kostnað við hljóðkerfi, upptökur og streymi. Þá kostuðu veitingar og framleiðsla um 1,3 milljónir en heildarkostnaður er 5.491.593 krónur.

Áfellisdómur

Lét Vigdís bóka á fundi forsætisnefndar í dag, að um áfellisdóm sé að ræða, að kosningabarátta borgarstjóra sé fjármögnuð með útsvarsgreiðslum Reykvíkinga, ekki síst til hliðsjónar af broti Reykjavíkurborgar á persónuverndarlögum í aðdraganda kosninga vegna sms-sendinga til ákveðinna hópa:

„Borgarstjóri fór í mikla fundarherferð í aðdraganda síðustu kosninga og notaði til þess opinbert fé. Nú hefur komið í ljós að notaðar voru 5 milljónir af útsvarsgreiðslum Reykvíkinga í miðri kosningabaráttu. Um 1,2 milljón fóru í auglýsingakostnað og 2,4 milljónir í hljóðkerfi, upptökur og streymi. Veitingar og framleiðsla voru tæpar 1,3 milljón. Nú þegar hefur verið upplýst að farið var á svig við persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna vegna ólöglegrar snertingar við ákveðna kjósendur sbr. úrskurð Persónuverndar. Sá úrskurður hefur þegar verið kærður til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og erindið verður sent á næstu dögum til dómsmálaráðuneytisins til frekari meðferðar. Nú er upplýst að 5 milljónum var eytt úr borgarsjóði í kosningabaráttuna í fundarherferð borgarstjóra. Bæði þessi mál eru miklir áfellisdómar yfir störfum borgarstjóra. Borgarfulltrúi Miðflokksins fordæmir þessi vinnubrögð í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga sem skapaði augljósan mismunun á milli þeirra flokka sem voru í framboði.“

Ekki er um að ræða fundi á vegum Samfylkingarinnar, heldur er um að ræða opna fundi, íbúafundi, íbúakynningar og málþing sem borgarstjóri hélt á umræddu tímabili, sem kostuðu alls tæplega 5,5 milljónir króna.

Sjá má nánari sundurliðun hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“