fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Íslensku Alparnir á nýjum stað – stórlækkað verð

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útivistarverslunin Íslensku Alparnir, sem hefur verið starfrækt í 14 ár, hefur nú flutt á nýjan stað, að Ármúla 40. „Við erum nú búin að koma okkur vel fyrir við hlið hjólaverslunarinnar Marksins og svo er golfverslunin Golfbrautin í hinum enda hússins. Þessi þrenna í húsinu er skemmtileg fyrir alla sem hafa gaman af alls konar útivist því þarna er breitt úrval af vörum tengdum útivist og sporti,“ segir Karitas Þráinsdóttir, markaðs- og rekstrarstjóri hjá Íslensku Ölpunum.

Verð á vörum í Íslensku Ölpunum hefur farið mjög lækkandi undanfarin misseri og hefur verslunin til dæmis kappkostað að skila áhrifum tollalækkana til neytenda: „Frá áramótunum 2015/2016 höfum við getað lækkað verð á vörum svo um munar og viðskiptavinir okkar hafa flest allir orð á því hvað er gaman að koma og geta keypt vörur á því verði sem við höfum getað boðið undanfarið. Í lok síðasta árs höfum við einnig getað keypt í vörur á góðu gengi svo allar skíðavörurnar okkar hafa lækkað í verði. Við höfum aldrei getað boðið eins gott verð eins og í dag,“ segir Karitas.

Gæðamerki

Íslensku alparnir hafa ávallt lagt áherslu á að bjóða viðurkenndar gæðavörur. Karitas stiklar á stóru í vöruúrvalinu: „Við fáum mikið af gæðamerkjum. Frá Bretlandi bjóðum við upp á merki eins og Mountain Equipment og RAB en það eru merki sem við getum getum sagt með stolti að kröfuharðir viðskiptavinir kaupi. Við bjóðum einnig upp á vörur frá CMP en það er ítalskt merki, við höfum boðið upp á vetrarfatnað frá þeim sem hefur aldeilis slegið í gegn. Föt á góðu verði en gæðafatnaður engu að síður. Salomon þekkja allir, en við erum með mikið úrval af vörum frá Salomon, t.d. vörur fyrir hlaupara, Speedcross skóna, mittistöskur og létta bakpoka svo eitthvað sé nefnt. Síðan eru það skíðavörurnar frá Salomon, Atomic, Lowe Alpine, Lange, Dinastar og Scott. Þá má nefna gæðamerki eins og Mountain House, P.A.C. Grangers, Kathoola, Hestra, GSI, LENZ, Pinquin og Bergans.“

Fjölbreyttari útivist og íþróttaiðkun

„Í dag hefur margt breyst í útivist og hreyfingu frá því sem áður var. Við sjáum þetta vel á því að þeir sem koma og eru að leita sér að fatnaði í eitt sport ætla svo jafnvel að nota fatnaðinn í annað sport líka. Margir eru í hreyfingu sem er þvert á margar íþróttir. Það er að segja, hlaupari er líka í hjólasporti, syndir og fer svo á skíði yfir vetrartímann. Hann vill kaupa sér hlaupavesti sem hægt er að nota á hjólinu líka, fatnað sem er nothæfur í fleiri en eina tegund útivistar o.s.frv. Við getum tekið sem dæmi buxur frá Salomon sem henta vel fyrir hlaupara í kuldanum á Íslandi, en gætu vel komið til greina líka sem skíðagöngubuxur. Þarna koma Íslensku Alparnir ansi sterkir inn. Salomon fatnaður og skór henta oft mjög vel til margskonar iðkunar úti í náttúrunni.“

Íslensku Alparnir gera sér fara um að uppfylla þarfir þeirra mörgu og sífellt fleiri sem stunda íþróttir og útivist af öllu tagi. Sumir taka þátt í alls konar keppnum en aðrir vilja bara umfram allt hreyfa sig mikið, bæði úti og inni.
Skíðavörur

Íslensku Alparnir eru með gott úrval af gönguskíðum og segir Karitas að af þeim séu Skintec-skíðin langvinsælust en þau eru það nýjasta á markaðnum. „Gönguskíðaæfing er holl og góð hreyfing sem flestir geta tileinkað sér. Íþróttin reynir á ansi marga vöðvahópa og svo er þetta íþrótt sem öll fjölskyldan getur stundað saman. Eftir útiveruna líður öllum vel,“ segir Karitas.

Það er sannarlega ástæða fyrir allt áhugafólk um útivist og íþróttir að skella sér í Íslensku Alpana, að Ármúla 40, og skoða úrvalið. Opið er virka daga frá 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 16. Símanúmer er 534 2727 og vefsíða er alparnir.is. Sjá einnig Facebook-síðu Íslensku Alpanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“