Kynningarfundur um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum verður haldinn hér á landi snemma í apríl. Námskeiðin eru á vegum ESA, eða European Security Academy. Fyrirlesari á fundinum, sem mun fara fram á ensku að mestu leyti, verður Roger Odeberger, svæðisstjóri ESA í Skandinavíu.
ESA var stofnað í Pólandi árið 1992 af dr. Andrzej Bryl (pólskur hernaðarráðgjafi og leiðbeinandi sérsveitarmanna). ESA hefur meira en 25 ára reynslu við þjálfun og námskeiðahald í vopnaburði og öryggismálum. ESA er stærsti öryggis- og herskóli í Evrópu, hefur þjálfað yfir 5000 konur og karla frá 68 löndum, þar á meðal nokkra Íslendinga. ESA býður upp á alls 20 námskeið sem spanna allt frá skyndihjálpaþjónustu til sérhæfðra aðgerða lögreglusveita, sérsveitarmanna og hermanna.
Námskeiðin eru ætluð einstaklingum sem koma á eigin vegum, starfsmönnum öryggisfyrirtækja, lífvörðum sem starfa fyrir stórfyrirtæki eða þekkt fólk. Stærstu viðskiptavinirnir eru þó stjórnvöld í ýmsum löndum, þ. á m. Kína, flestum löndum Mið- og Austur-Evrópu, einnig Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Malta, Mið-Austurlöndum og önnur stjórnvöld sem senda lögreglumenn og liðsmenn öryggisveita sinna til þjálfunar hjá ESA. Höfuðstöðvar ESA eru skammt frá Poznan í Pólandi. Þær bjóða m.a. upp á stærsta skotæfingasvæði sem völ er á í Evrópu, og ýmsa sérhæfða aðstöðu fyrir sérsveitir og lögreglumenn.
Um ESA Iceland
ESA Iceland er umboðsaðili European Security Academy á Ísland; samanstendur af hópi Íslendinga sem hefur áhuga á öryggismálum og öryggisgæslu. ESA Iceland er hluti af European Security Academy Scandinavia sem sænski öryggisráðgjafinn Roger Odeberger veitir forstöðu. Nokkrir Íslendingar hafa þegar sótt röð námskeiða hjá European Security Academy í námunda við Poznan í Pólandi. Markmið ESA Iceland er að Íslendingar sem sinna öryggisstörfum og/eða löggæslu á sjó eða landi, eða hyggjast starfa sem slíkir á Íslandi eða erlendis njóti þjálfunar hjá European Security Academy.
Kynningarfundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík 6. apríl kl. 13.