fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Lengsti embættistitill í heimi ?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. mars 2019 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að prentkostnaður á bréfsefni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur muni nú aukast til muna og þótti hann nokkuð hár fyrir. Er jafnvel rætt um að honum verði skipt út fyrir húsnæðisliðinn í vísitölu neysluverðs.

Þórdís hefur tekið við dómsmálaráðuneytinu í fjarveru Sigríðar Andersen. Samkvæmt formanni Sjálfstæðisflokksins er um tímabundna ráðstöfun að ræða og er ekki loku fyrir það skotið að Sigríður taki aftur við embættinu þegar um hægir, að einhverjum mánuðum liðnum.

Einhugur ríkti innan þingflokksins um þennan ráðahag samkvæmt Bjarna Benediktssyni að loknum þingflokksfundi, en ljóst má vera að innan þingflokksins sé fólk sem telur framhjá sér gengið.

Þar ber helst að nefna Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem eflaust hefur hugsað sér gott til glóðarinnar við afsögn Sigríðar í gær, enda lögfræðimenntuð, hungruð af metnaði og ekki skemmir kynið fyrir í flokki sem gagnrýndur hefur verið fyrir skort á framgangi kvenna í áhrifastöðum.

Bjarni útilokaði þó ekki að einhver annar innan þingflokksins tæki við dómsmálaráðuneytinu í stað Kolbrúnar, og yrði þar með nýr ráðherra, en það verður að teljast fjarlægur möguleiki á þessu kjörtímabili, miðað við það traust sem Bjarni hefur borið í garð Sigríðar Andersen í viðtölum.

Fróðlegt verður að sjá hvort greina megi nýjar stefnur og strauma í ráðherratíð Þórdísar á þessum málaflokki, en Sigríður Andersen hefur komið að nokkrum umdeildum frumvörpum. Hefur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, til dæmis óskað eftir því að eftirmaður Sigríðar Andersen muni snúa við „óheillaþróun“ í málaflokknum, einkum og sér í lagi er varðar frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, sem hann segir skerða réttindi og kjör umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dóms,-ferðamála,- iðnaðar og nýsköpunarráðherra er nú handhafi fjögurra ráðherratitla, auk þess að bera sjálf þrjú nöfn. Tekur hún því ansi marga dálksentimetra þegar um hana er skrifað í blöðin og má velta þeirri spurningu upp hvort hún beri lengsta embættistitil í heimi.

Getur þú borið fram nafn hennar og titla án þess að grípa andann á lofti ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hættir hjá Chelsea eftir átján ár og semur við enska landsliðið

Hættir hjá Chelsea eftir átján ár og semur við enska landsliðið
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Íslenska landsliðið mætir Englandi í dag

Íslenska landsliðið mætir Englandi í dag
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gerrard sækir sér nýjan aðstoðarmann til Sádí Arabíu

Gerrard sækir sér nýjan aðstoðarmann til Sádí Arabíu