fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Hann kom okkur til að hlæja

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 29. janúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski leikarinn Gordon Kaye, sem lést nýlega, hafði þjáðst af heilabilun í nokkur ár. Hann lést á hjúkrunarheimili. Kaye var þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Allo Allo! þar sem hann lék kaffihúsaeigandann René Artois. Þættirnir gerðust í seinni heimsstyrjöldinni og fjölluðu á gamansaman hátt um samband íbúa í frönskum bæ og þýsks hernámsliðs. Kaye lék í öllum 84 þáttunum, sem sýndir voru frá 1982–1992. Hann lék einnig hlutverk René á sviði og sömuleiðis lék hann í sjálfstæðum þætti af Allo Allo! sem gerður var árið 2007. Mótleikkona hans í Allo Allo! Sue Hodge sem lék þjónustukonuna Mimi heimsótti hann reglulega síðustu dagana sem hann lifði og hjúkraði honum af alúð.

Árið 1989 sendi Kaye frá sér sjálfsævisögu sína, Rene & Me, þar sem hann lýsti sér á unga aldri sem feimnum og samkynhneigðum unglingi. Keye varð fyrir alvarlegum höfuðáverka í bílslysi árið 1990 og fór í heilauppskurð. Hann mundi ekki eftir slysinu en bar ör á enni upp frá því. Hann þótti alla tíð fremur dulur maður og mikill fagmaður í starfi.

Kaye var eitt sinn spurður hvernig hann vildi að sín yrði minnst. Hann svaraði og sagði að hann vildi að fólk minntist sín með orðunum: „Hann kom okkur til að hlæja.“ – Og það gerði hann sannarlega!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans