fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Eyjan

Jóna Þórey nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. mars 2019 08:41

Jóna Þórey Pétursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Þórey Pétursdóttir var í gærkvöld kjörin nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) með öllum greiddum atkvæðum. Kosningin fór fram á kjörfundi ráðsins en skiptafundur fer fram í maí eftir að vorprófum í skólanum ljúka. Nýtt Stúdentaráð tekur því við í maí eftir skiptafund og einnig ný réttindaskrifstofa Stúdentaráðs.

Jóna útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands vorið 2018 og er að ljúka fyrsta ári í meistaranámi við deildina. Hún hefur starfað sem laganemi hjá Fulltingi slf. frá árinu 2017. Jóna er deildarfulltrúi laganema við lagadeild HÍ og sinnti aðstoðarkennslu við deildina í vetur. Hún hefur verið oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, í Stúdentaráði síðastliðið ár. Röskva vann meirihluta í kosningum til Stúdentaráðs í febrúar.

Jóna Þórey hefur setið í SHÍ síðastliðið starfsár og lætur nú af störfum sem forseti sviðsráðs Félagsvísindasviðs, sem er eitt af fimm sviðsráðum fræðasviða Háskólans sem saman mynda Stúdentaráð.

Jóna hlakkar til komandi starfsárs og telur það geta skipt sköpum fyrir stöðu stúdenta í samfélaginu. Hún býst við að staðið verði við loforð um nýtt lánasjóðsfrumvarp og mun leggja áherslu á bætt kjör stúdenta og jafnrétti til náms.

Á kjörfundi voru einnig eftirfarandi fulltrúar kjörnir, með öllum greiddum atkvæðum, á Réttindaskrifstofu Stúdentaráðs:

Varaforseti: Benedikt Traustason

Hagsmunafulltrúi: Guðjón Björn Guðbjartsson

Lánasjóðsfulltrúi: Marinó Örn Ólafsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar

Guðbrandur Einarsson skrifar: Vinnuþrælar verðbólgunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir

Peningamaskínan Trump selur úr á 13 milljónir