fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Ný heimildamynd frá Netflix – Telja að Madeleine McCann sé á lífi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. mars 2019 07:02

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag tekur Netflix nýja heimildamyndaþáttaröð um hvarf Madeleine McCann til sýninga. Hún hvarf sporlaust úr sumarleyfisíbúð í Algarve í maí 2007. Þrátt fyrir mikla rannsóknarvinnu lögreglunnar er hún nánast engu nær um hvað varð um Madeleine og hvort hún er lífs eða liðin.

Breskir fjölmiðlar segja að í þáttaröðinni sé því varpað fram að Madeleine kunni að vera á lífi í dag og að henni hafi verið rænt samkvæmt pöntun. Fram kemur að hugsanlega hafi ræningjarnir haldið henni á lífi öll þessi ár.

Þættirnir byggja á viðtölum við sérfræðinga, lögreglumenn og aðra sem hafa komið að rannsókn málsins. í myndinni lýsa viðmælendur yfir vonum sínum um að Madeleine sé á lífi en ef svo er þá er hún orðin 15 ára.

Jim Gamble, sem kom að rannsókn málsins í upphafi, segist vonast til að málið leysist dag einn og sé í raun fullviss um að sannleikurinn muni koma í ljós áður en hann deyr.

Auk þess að fjalla um mál Madeleine verður kafað ofan í hræðilegan heim glæpamanna sem ræna börnum eftir pöntun.

Julian Peribanez, einkaspæjari sem vann að málinu fyrir hönd foreldra Madeleine, segir að sú staðreynd að hún var hvít, ensk miðstéttarstúlka hafi gert hana mjög verðmæta hjá þeim sem selja börn.

Þá verður að sögn vikið að máli Jaycee Dugard sem var rænt í Kaliforníu þegar hún var níu ára. Hún fannst á lífi 18 árum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið