fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Allar líkur á að Madonna troði upp í Eurovision-keppninni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 15:00

Madonna á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sylvan Adams, kanadísk/ísraelskur milljarðamæringur segir í samtali við Channel 12 News að miklar líkur séu á að stórstjarnan Madonna troði upp á úrslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv í maí.

„Við höfum haft samband við Madonnu til að reyna að bæta smá glamúr í viðburðinn,“ segir Sylvan, en sagt er frá þessu á vefsíðu Jerusalem Post. „Það eru allar líkur á að hún komi hingað og taki þátt í Eurovision-keppninni.“

Sögusagnir fóru á kreik í síðasta mánuði um að Madonna myndi koma fram á keppninni, en samkvæmt ísraelskri fréttaveitu krafðist hún milljón dollara í laun fyrir. Sylvan hefur hvorki staðfest né neitað verðmiðanum, en fagnar því að jákvæðar fréttir berist nú frá Ísrael.

„Það er alltaf stöðugur straumur af neikvæðum fréttum hér í Ísrael en nú höfum við getað snúið því við,“ segir hann. „Í nokkra daga fær fólk að sjá Ísrael án filters heima í stofu í gegnum sjónvarpsskjáinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans