fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Sólstormar ógna mannkyninu – Afl þeirra hefur verið vanmetið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 20:30

Sólgos valda sólstormum. Mynd:NASA/GSFC/SDO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættan sem okkur stafar af sólstormum hefur verið gróflega vanmetin og þörf er á skjótum aðgerðum til að vernda mannkynið fyrir þessum eyðileggjandi náttúruöflum að sögn vísindamanna.

Hópur vísindamanna frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð gerði rannsóknir á ís úr Grænlandsjökli og sótti ís langt niður í jökulinn. Leitað var að ummerkjum um geislavirka vinda sem hefðu skollið á jörðinni á síðustu 100.000 árum.

Í ljós kom að sólstormar, sem hafa verið skráðir til þessa, voru bara veikburða í samanburði við eldri storma. Þetta þýðir að sólstormar geta verið „enn öflugri en mælingar hafa sýnt til þessa“ og gætu verið mikil ógn við nútímafólk.

Rannsóknin leiddi í ljós að gríðarlega öflugur sólstormur skall á jörðinni 660 fyrir krist. Ef svo öflugur sólstormur skellur á jörðinni núna myndi það hafa gríðarlega áhrif á tæknivætt nútímasamfélagið segir Raimund Muscheler, prófessor í jarðfræði við háskólann í Lundi.

Sólstormar verða þegar sólin sendir frá sér orkumiklar rafagnir í kjölfar sprenginga á yfirborði hennar. Gervihnöttum, fjarskiptakerfum, flugumferðarstjórn og rafkerfum stafar mikil hætta af þessu.

Muscheler segir að skjótra aðgerða sé þörf til að tryggja að við getum tekist á við sterka sólstorma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið