fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Aukinn styrkleiki og liðleiki með Movement Improvement – hreyfiflæði

Kynning

Lausn fyrir fólk með stoðkerfisvandamál

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsræktarkerfið Movement Improvement, sem hefur hlotið heitið „hreyfiflæði“ á íslensku, byggist á afar fjölbreyttum hreyfingum sem auka styrk og liðleika. Blandað er saman æfingum úr ýmsum áttum en í stað einhæfra endurtekninga sem einkenna mörg æfingakerfi byggir hreyfiflæði á stöðugri þróun í hreyfingum sem verða sífellt flóknari. Hreyfiflæði hentar öllum og gerir öllum gott en meðal annars stuðlar það að lausn stoðkerfisvandamála.

„Sá sem stundar hreyfiflæði fær aukinn liðleika og styrk í nýju hreyfiferlunum og afleiðingin af því er sú að stoðkerfisvandamál minnka eða jafnvel hverfa. Við vinnum með hina ýmsu einstaklinga og hópa. Við erum t.d. með fólk sem er í svo slæmu ástandi að það getur ekki greitt sér, við leiðbeinum einstaklingum með ýmiskonar aðferðum, kennum þeim teygjur og styrktaræfingar í einkatímum – allt yfir í það að þróa æfingakerfi sem m.a. gera landsliðsmenn í fimleikum sterkari, “ segir Einar Carl Axelsson en hann rekur fyrirtækið Mobility Flex ásamt tveimur öðrum líkamsræktarþjálfurum.

Starfsemi Mobility Flex er tvíþætt, annars er um að ræða hópnámskeið í hreyfiflæði og hins vegar einkatímar fyrir fólk með stoðkerfisvandamál. Afreksíþróttafólk, almennir borgarar og fólk með stoðkerfisvandamál – allt eru þetta hópar sem hafa mikið gagn af þessu kerfi. Einar Carl útskýrir hreyfiflæði betur fyrir lesendum:

„Við sneiðum hjá þessum venjulega æfingahring sem felur í sér einfaldar hreyfingar sem eru endurteknar. Við vinnum hins vegar meira í flóknum hreyfiferlum, eins og til dæmis skrið, förum síðan úr skriðinu í „apann“, þaðan jafnvel í kollhnís, blöndum þessu svo saman. Þetta stuðlar að aukinni hreyfigetu. Bæði í einkatímum og hóptímum leggjum við mikið upp úr teygjum og liðleika. Fyrir lengra komna höfum við hannað æfingakerfi sem við hvetjum þátttakendur okkar til að gera aukalega þar sem unnið er með styrk og teygjur sem stuðla að framför í þeim æfingum eða sviðum sem hver og einn vill ná árangri í. Sem dæmi má nefna eru þetta m.a. æfingar sem þátttakandinn gerir til þess að komast úr því að gera einfalt tog fyrir herðablöð yfir í að geta gert steindautt „muscle up“.“

Snjóbrettaslys varð kveikjan

En hver er bakgrunnur Einars Carls? Hvers vegna sneri hann sér að þessu líkamsræktarkerfi?
„Ég var í landsliðinu í tae kwon do í mörg ár. Síðan lendi ég í því að brjóta á mér hrygginn í snjóbrettaslysi. Læknar sögu mér að ég væri ekki að fara að stunda íþróttir eftir þetta. Ég var ósammála því og fór að leita minna leiða til bata. Ég sökkti mér niður í þetta og var staðráðinn í því að koma enn betri til baka. Með þessu æfingakerfi fæ ég sífellt meiri styrk og liðleika í bakið og mjaðmirnar og verða betri og betri. Síðan þróast þetta þannig að við félagarnir í Mobility Flex tökum það besta frá ýmsum meðferðaraðilum á netinu og námskeiðum erlendis og setjum þetta saman í eina meðferðarhugmyndafræði sem við notum hér. “

Mobility Flex er til húsa að Smiðuvegi 28 (græn gata). Best að leita sér upplýsinga um starfsemina og skrá sig á námskeið eða í einkatíma með því að senda skilaboð á Facebook-síðu Mobility Flex. Öllum skilaboðum er svarað fljótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“