fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

17 ára stúlka lést í skelfilegu bílslysi – Bjargaði lífi sex einstaklinga

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfararnótt sunnudagsins 10. mars varð alvarlegt bílslys þegar tvítugur maður missti stjórn á bifreið sinni á Ringstedvegi rétt við bæinn Lellinge í Danmörku. Bifreiðin fór yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði á tveimur trjám áður en hún lenti utan vegar.

Ökumaðurinn ungi slapp án alvarlegra meiðsla, en flogið var með farþega bifreiðarinnar á spítala, 17 ára stúlku.

Í færslu sem foreldrar hennar skrifa á Facebook-síðu hennar í dag má lesa hjartnæma frásögn þeirra af slysinu og andláti dóttur þeirra:

10. mars mun að eilífu verða versti dagur í okkar lífi. Þetta eru örugglega erfiðustu skilaboð sem við munum nokkurn tíma skrifa.

Aðfararnótt sunnudags lenti Natascha fallega dóttir okkar í bílslysi í Lellinge. Klukkan eitt um nóttina bankaði lögreglan upp á og við vorum keyrð yfir til Riget. Um var að ræða bílslys, sem einn bíll lenti í, hún var farþegi í bíl sem var keyrt allt of hratt og á nokkur tré.

Natascha kastaðist út úr bílnum og missti meðvitund um leið. Flogið var með hana með sjúkraflugi til Riget, þar sem læknar reyndu í nokkrar klukkustundir að gera allt sem þeir gátu til að bjarga lífi hennar.

Því miður voru áverkar á heila hennar það miklir að ekki var hægt að bjarga lífi hennar. Læknarnir sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð úrskurðuðu hana látna kl. 12.11 og við urðum að taka afstöðu til líffæragjafar.

Í kvöld kl. 21 bjargaði hún lífi sex einstaklinga, sem þurftu á nýju líffæri að halda. Hún kveður okkur sem góða manneskjan sem hún var og hetjan okkar.

Natascha er látin, hún varð aðeins 17 ára gömul.

Við foreldrar hennar og systkini hennar tvö munu þegar fram í sækir þurfa á öllum þeim stuðningi að halda sem okkur stendur til boða.

Sofðu rótt fallegi litli engil. Þú verður að eilífu elskuð og ávallt saknað.

Við gerðum þessa færslu opinbera eftir að vinkona okkar spurði hvort hún mætti deila henni. Það er hennar versta tilhugsun að börnin hennar skili sér ekki heim heil á húfi.

Ef að okkar skrif geta komið í veg fyrir þó ekki nema eitt slys í umferðinni þá er takmarkinu náð. Hugsið ykkur vel um unga fólk.

Notið bílbeltin, ekki keyra undir áhrifum eða þiggja far með einstaklingi sem er undir áhrifum, ekki keyra of hratt og sýnið öðrum og lífi þeirra virðingu.

Skarphéðinn Andri gaf fimm einstaklingum nýtt líf  

Rúm fimm ár eru liðin síðan foreldrar Skarphéðins Andra, 18 ára gamals, stóðu í sömu sporum.

Hann var ekki skráður líffæragjafi, en hafði fyrir slysið rætt þau mál við foreldra sína, Steinunni Rósu Einarsdóttur og Kristján Ingólfsson, og voru þau því viss um hver afstaða sonar þeirra væri og samþykktu líffæragjöf. „Hann hafði nokkrum sinnum rætt líffæragjöf við okkur og var með spjald í veskinu sínu sem fannst aldrei,“ sagði Steinunn Rósa í viðtali við DV.

Fimm manns öðluðust nýtt líf vegna gjafar Skarphéðins Andra. „Hjartað fór til 16 ára drengs, bæði lungun fóru til rúmlega sextugs manns, lifrin fór til rúmlega fimmtugs manns, annað nýrað fór til fertugs manns og hitt nýrað til rúmlega fimmtugs manns. Nýtt líf er tekið við hjá öllum þessum einstaklingum og gengur vel,“ sagði Steinunn Rósa.

Hvernig er líffæragjöf háttað á Íslandi?

Líffæragjafir hófust á Íslandi árið 1992 og eru allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar nema einstaklingur hafi sérstaklega neitað líffæragjöf. Var lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991 breytt í fyrra og tók lagabreytingin gildi 1. janúar 2019. Á Íslandi gildir því í dag ætlað samþykki.

Áður þurftu einstaklingar að skrá sig sem líffæragjafa, og þar sem fáir gerðu slíkt stóðu nánir aðstandendur oft uppi með erfiða ákvörðun á erfiðri stundu. Hlutfall synjana var komið í um 15 % á síðustu árum, en um 25-30 einstaklingar þurfa líffæraígræðslu á hverju ári. Talið er að þörfin muni aukast frekar en hitt á komandi árum.

Þeir sem ekki vilja gefa líffæri þurfa að skrá afstöðu sína, en það er hægt að gera á heimasíðu Heilsuveru og hjá Embætti landlæknis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“