Nýlega fóru 50 ættingjar Kínverja, sem voru um borð í vélinni, til Kuala Lumpur til að minna á að fimm ár eru liðin frá hvarfi vélarinnar og til að þrýsta á yfirvöld í Malasíu um að halda áfram leit að vélinni.
Áströlsk yfirvöld stýrðu leitinni árum saman og var leitað á 120.000 ferkílómetra svæði í Indlandshafi en án árangurs. Leit var hætt í janúar 2017. Það litla brak sem hefur fundist úr vélinni fannst á eyjunni Reunion og nokkrum öðrum eyjum við austurströnd Afríku.
Í skýrslu frá því í júlí á síðasta ári kemur fram að stefnu flugvélarinnar hafi verið breytt handvirkt af einhverjum um borð en í skýrslunni var ekki hægt að skera frekar úr um hvað gerðist eða hver var að verki. Rannsókn á bakgrunni áhafnarinnar og farþega hefur ekki leitt neitt í ljós.
„Að svona stór flugvél geti horfið sporlaust í dag er óskiljanlegt.“
Hefur CNN eftir Muguel Marin hjá Air Navigation Bureau.