Þetta segir hún í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli og verði deilt mörg hundruð þúsund sinnum á undanförnum dögum.
„Þessi klemma bjargaði lífi mínu í kvöld. Ég var búin að vera með mígrenikast í tæpa 12 tíma og fyrir um klukkustund var það næstum óbærilegt. Ég þurfti að nota öll þau lyf og brögð sem ég nota venjulega þegar ég fæ kast. Síðan gúglaði ég „skjót verkjastilling á mígreni“ og þá birtist eitthvað sem heitir „Aculief“.“
Segir hún í færslu sinni en Aculief er heimasíða sem selur klemmur sem geta aukið blóðstreymið í líkamanum.
„Ég leit á eldhúsborðið og sá klemmu til að loka pokum og taldi að hún gæti gert sama gagn. Eftir eina mínútu fann ég að höfuðverkurinn minnkaði. Á næstu 20 mínútum minnkaði hann um ca 50 prósent.“
Segir hún í færslunni.
Á heimasíðu Aculief kemur fram að klemman eigi að örva svokallaðan LI 4 punkt sem er í efri lögum handarinnar á milli þumalfingurs og vísifingurs. Það var einmitt þarna sem Elizabeth setti pokaklemmuna og myndaði þar með þrýsting á LI 4 puntkinn.