fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Næturvörðurinn bestur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 1. janúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Radio Times hefur valið Næturvörðinn (The Night Manager) besta breska sjónvarpsþáttinn. Þættirnir hlaut bæði mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda og hafa verið tilnefndir til fjölda verðlauna. Næturvörðurinn var sýndur á RÚV þannig að íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja vel til þessara gæðaþátta. Þættirnir eru byggðir á njósnasögu John Le Carre og þar tókst hinn heillandi Tom Hiddleston á við versta mann í heimi en sá var leikinn af mikilli innlifun af Hugh Laurie. Elizabeth Debicki lék dularfullu konuna sem þeir hrifust báðir af.

Í öðru sæti yfir bestu sjónvarpsþættina var Line of Duty þar sem fjallað er um spillingu innan lögreglunnar og í því þriðja Happy Valley, Hamingudalur þar sem Sarah Lancashire leikur lögreglukonu sem er hið mesta hörkutól. Meðal annarra þátta sem íslenskir áhorfendur ættu að kannast við voru Stríð og friður sem lenti í fimmta sæti og ný þáttaröð af The Missing (Hvarfinu) var í sjötta sæti. Planet Earth var í áttunda sæti en vinur okkar allra Sir David Attenborough er umsjónarmaður þeirra. The Crown, rómaðir þættir um valdaferil Elísabetar Englandsdrottningar, lentu í sjöunda sæti en þeir eru að slá í gegn á Netflix.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
Fókus
Í gær

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga“

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“