fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Vegan vörur og bætiefni í miklu úrvali

Kynning

Mamma veit best kynnir

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 14. janúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Janúar er upp runninn og eru þeir ófáir sem taka þátt í veganúar átakinu. Þeir sem eru vegan forðast að nota vörur sem framleiddar eru úr dýraafurðum og nær sú ákvörðun ekki bara yfir mataræði heldur alla neyslu. Því er vegan ekki bara mataræði, heldur allsherjar lífsstíll. Þær eru margar vörurnar sem við notum dagsdaglega sem eru framleiddar úr dýraafurðum án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Þar má nefna ýmsar gerðir af sápum, snyrtivörur og föt úr skinni, leðri og ull.

Hjá Mamma veit best ehf. má finna gott úrval af vegan vörum. “Við erum með mikið úrval bætiefna, prótínduft og snyrtivörur sem henta þeim sem kjósa vegan lífsstílinn,” segir Ösp, næringarþerapisti hjá Mamma veit best.

Garden of Life

Garden of Life framleiðir náttúruleg, hágæða bætiefni unnin úr grænmeti, ávöxtum og jurtum sem henta fullkomlega fyrir vegan lífstílinn. “Hjá Mamma veit best fást ýmsar vörur frá þessu fyrirtæki enda höfum við tröllatrú á vörum þeirra og notum þær sjálf mikið,” segir Ösp.

Garden of Life: Raw vegan Járn með B12, fólati og C vítamíni.Og vegan D3 vítamín sprey.
Garden of Life: Raw vegan Járn með B12, fólati og C vítamíni.Og vegan D3 vítamín sprey.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

“Frá Garden of Life fæst stórsniðugt bætiefni fyrir þá sem eru á vegan-mataræði, en það er raw Járn með B12, fólati og C vítamíni.” Þeir sem eru á vegan-mataræði þurfa sérstaklega að huga að því að fá nóg af járni og B12 vítamíni. Járn er vissulega að finna víða í jurtaríkinu en B12 getur verið erfiðara að fá úr jurtafæði í nægilegu magni. Gott er að láta taka blóðprufu reglulega til að fylgjast með gildum og taka bætiefni ef þörf er á,“ segir Ösp. Vegan járnið er mjög milt í magann.

“Einnig erum við að selja D3 vítamín sprey frá Garden of Life. Við hér á norðurhveli jarðar líðum mörg skort á D vítamíni vegna skorts á sólarljósi og það er alvarlegt þar sem D vítamín er líkamanum nauðsynlegt til fjölda starfa. D vítamín er meðal annars mikilvægt fyrir beinheilsu, hjarta- og æðakerfi og ónæmiskerfi. Flestar tegundir af vegan D vítamíni er D2 vítamín, sem nýtist líkamanum ekki jafn vel og D3. D3 er það form sem líkaminn býr til í húðinni þegar á hana skín sól og það er bæði talið öruggara og virkara til inntöku en D2 formið,” segir Ösp.

Garden of Life: Raw vegan prótín með vinveittum gerlum, ensímum og vítamínum.
Garden of Life: Raw vegan prótín með vinveittum gerlum, ensímum og vítamínum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

“Frá Garden of Life seljum við líka raw vegan prótín með vinveittum gerlum, ensímum og vítamínum. Í hverjum skammti er að finna 17 grömm af prótíni og ekki ögn af viðbættum sykri. Prótínið er laust við öll aukaefni og er frábært fyrir þá sem fá ekki nóg prótín úr fæðunni eða vilja bæta prótíni í þeytinginn,” segir Ösp. Frá Garden of Life fást einnig ýmis konar fjölvítamín og næringardrykkir.

Dr. Bronner’s

Dr. Bronner's: Alhliða lífrænar, vegan og fair-trade sápur.
Dr. Bronner's: Alhliða lífrænar, vegan og fair-trade sápur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Vegan lífsstíllinn nær ekki eingöngu yfir mataræðið eins og áður sagði, heldur forðast þeir sem eru vegan einnig allar vörur sem eru framleiddar með dýraafurðum eða eru prófaðar á dýrum. Margar sápur eru til dæmis framleiddar úr dýrafeiti og margar snyrtivörur eru prófaðar á dýrum. Hjá Mamma veit best fást frábærar lífrænar, vegan og fair-trade sápur og húðvörur frá Dr. Bronner’s. Sápurnar má jafnt nota í sturtunni, í þvottavélina sem og í öll heimilisþrif. Þær eru mildar og henta allri fjölskyldunni og innihalda engin kemísk efni.

Dr. Mercola

Dr. Mercola: vegan prótínduft. Bragðgott og seðjandi.
Dr. Mercola: vegan prótínduft. Bragðgott og seðjandi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

“Hjá Mamma veit best erum við líka með vegan prótínduft frá Dr. Mercola sem framleiðir gæða prótínduft sem hentar vel í þeytinginn, enda er það bæði bragðgott og seðjandi. Í hverjum skammti er að finna 12 grömm af prótíni og er duftið algerlega sykurlaust og laust við öll aukaefni,” segir Ösp.

“Á vefsíðu og vefverslun Mamma veit best má finna góðar upplýsingar um vörurnar okkar og þar má sjá yfirlit yfir fjölbreytt úrval okkar á vegan vörum,“ segir Ösp.

Mamma veit best ehf. er staðsett að Laufbrekku 30, 200 Kópavogi og á Njálsgötu 1, 101 Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“