Nú er loksins orðið ljóst hvaða lög keppa í fyrri undankeppni Eurovision sem fer fram þann 14. maí í Ísrael. Hatari með lagið Hatrið mun sigra keppir í seinni helming fyrri undankeppninnar og klukkan 17 í dag var síðasta lagið í undankeppninni afhjúpað, lagið Pali się frá Póllandi.
Sautján lönd keppa í fyrri undankeppninni og eru tíu lög sungin á ensku. Tíu lög komast áfram í úrslit Eurovision sem fara fram 18. maí. Það má segja að Íslendingar hafi lent í heppilegri undankeppninni þar sem aðeins tvö lönd, fyrir utan Ísland, af þeim tíu sem eru talin sigurstranglegust eru í okkar riðli.
Hér fyrir neðan má hlusta á alla keppinauta Hatara í fyrri undankeppninni.
Hvíta-Rússland
Kýpur
Tékkland
Finnland
Ungverjaland
Svartfjallaland
Pólland
Serbía
Slóvenía
Ástralía
Belgía
Eistland
Georgía
Grikkland
Portúgal
San Marínó