fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Matur

Berglind býður upp á óvenjulega en ómótstæðilega pítsu: „Þið bara verðið að prófa þessa samsetningu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2019 14:00

Berglind veit hvað hún syngur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Hreiðarsdóttir heldur úti matarblogginu Gotterí og gersemar og deilir með lesendum dásamlegri döðlupítsu fyrir helgina.

„Eftir að ég smakkaði pizzu með döðlum í fyrsta skipti var ekki aftur snúið! Það sem þær fara vel með rjómaosti, pepperoni og rauðlauk, þið bara verðið að prófa þessa samsetningu. Líka þið sem eruð ekkert sérstaklega mikið fyrir döðlur almennt, það bara er eitthvað sem gerist þarna sem verður að smakka.“

Döðlupizza

Þessi uppskrift dugar í sex til sjö 12“ pizzur sem henta vel fyrir tvær fjölskyldur eða fyrir eina mjög svanga sem vill eiga smá afgang daginn eftir.

Botnar – Hráefni:

1050 g hveiti
1½ pk þurrger (11,8 g pokarnir)
3 tsk. salt
600 ml volgt vatn
5 msk. ólífuolía

Aðferð:

Blandið öllum þurrefnunum saman í hrærivélarskálina. Notið krókinn til að hnoða og hellið vatninu og matarolíunni saman við, hrærið svolitla stund. Deigið hringast upp á krókinn og þá er það tekið úr skálinni og hnoðað stutta stund í höndunum. Sett í stóra skál sem búið er að pensla með matarolíu og plast sett yfir. Leyft að hefast í eina klukkustund og þá er því skipt niður í 6-7 minni hluta. Auðvitað má líka gera ofnskúffustærð en þá dugar þetta deig í 4-5 slíkar pizzur.

Þessi pítsa er dásamleg.

Álegg:

pizzasósa
rifinn ostur
Til hamingju saxaðar döðlur
1 stk. rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
rjómaostur eftir smekk
2-3 pk pepperoni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum