Opinbera Eurovision hefur birt myndband á YouTube þar sem tekin eru saman tíu bestu íslensku lögin í Eurovision í gegnum árin. Við val laganna er farið eftir hversu langt þau komust í keppninni.
Is It True með Jóhönnu Guðrúnu frá 2009 er í fyrsta sæti og lag Selmu Björns All Out of Luck frá 1999 er í öðru sæti, bæði lögin lentu í öðru sæti keppninnar eins og frægt er orðið.
Eurovisiondrottning okkar Sigga Beinteins á þrjú lög á listanum.
En eru þetta tíu bestu lögin sem við höfum sent, hvað segja lesendur?