fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Ljósmóðirin og Frú Brown vinna til verðlauna

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 27. janúar 2017 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku sjónvarpsverðlaunin (National Television Awards) voru veitt síðastliðið miðvikudagskvöld í London. Verðlaunin þykja eftirsótt en það er breskur almenningur sem velur vinningshafa í kosningu.

Íslenskir stjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við nokkra vinningshafa. Ljósmóðirin (Call the Midwife) var valin besta þáttaröðin og Frú Brown (Mrs. Brown Boys) þótti besti gamanþátturinn. Leikkonan Sarah Lancashire fékk leikaraverðlaunin fyrir frábæra frammistöðu í Hamingjudalnum (Happy Valley). Sjónvarpsmaðurinn vinsæli, Graham Norton, fékk sérstök heiðursverðlaun, sem leikarinn góðkunni, Hugh Bonneville (heimilisfaðirinn í Downton Abbey), afhenti.

Sjónvarpsmaðurinn Pierce Morgan var í hópi þeirra sem afhentu verðlaun á hátíðinni og var þar í félagsskap samstarfskonu sinnar, Susanna Reid, úr morgunþættinum Good Morning Britain. Morgan kom á svið með bundið fyrir munninn og sagði því ekki eitt einasta orð. Reid sagðist vera búin að þagga niður í honum.

Morgan er alls óhræddur við að tjá skoðanir sínar og er lítt gefinn fyrir pólitískan rétttrúnað. Ummæli hans um menn og málefni vekja iðulega athygli. Nýlega sinnaðist honum og leikaranum Ewan McGregor. Leikarinn var boðaður í morgunþáttinn Good Morning Britain og mætti á sjónvarpsstöðina en gekk út þegar hann fékk að vita að Morgan myndi taka viðtalið við hann. Leikaranum hafði mislíkað gagnrýni Morgans á Madonnu og kvennagönguna í Washington gegn Trump. Madonna hafði sagst vilja sprengja Hvíta húsið en Morgan sagði þau orð hennar opinbera allt það versta í femínismanum. Morgan sagði leikarann vera heigul fyrir að vilja ekki rökræða við sig í sjónvarpi og bætti við að leikarinn hefði brugðist sjónvarpsáhorfendum og sjálfum sér með því að mæta ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans