fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Alda Coco er glamúrfyrirsæta á Selfossi með stóra drauma: „Af hverju ekki að njóta þess að vera ögrandi?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2019 21:00

Alda er vinsæl glamúrfyrirsæta. Myndir: Óli Harðar / Anna María Photography

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er stelpa með stóra drauma. Ég stefni langt og læt ekkert stoppa mig,“ segir glamúrfyrirsætan Alda Guðrún Jónasdóttir, betur þekkt sem Alda Coco. Alda tekur þátt í keppni á vegum Jet Set Magazine um að prýða forsíðu blaðsins. Um stafræna kosningu er að ræða og er Alda eins og stendur í öðru sæti í sínum hópi.

Alda Coco í harðri keppni glamúrpía. Mynd: Óli Harðar

Fetar hún í fótspor Pamelu?

„Þessi keppni er sem sagt svona fyrirsætuleit. Keppandinn sem vinnur fær fimmtíu þúsund dollara í verðlaun, sem er um sex milljónir íslenskra króna, og prýðir forsíðu tímaritsins. Margar fagrar dömur, á borð við Pamelu Anderson og J. Lo, hafa verið á forsíðu hjá þeim,“ segir Alda. Það er í raun algjör tilviljun að hún ákvað að taka þátt.

„Ég fékk bara tölvupóst og SMS um þátttöku og sló til. Líka gaman að vera eina frá Íslandi í keppninni,“ segir Alda. „Ég hef fengið betri viðtökur en ég átti von á. Fólk getur kosið oftar en einu sinni á dag og svo er hægt að kaupa atkvæði. Þeir peningar renna til langveikra barna, sem mér finnst alveg yndislegt,“ bætir hún við.

Alda Coco er ung kona með stóra drauma. Mynd: Óli Harðar

Fílar að vera ögrandi

Alda hefur náð gríðarlega góðri kosningu í fyrstu umferð, en um er að ræða nokkrar umferðir þar sem margar konur þurfa frá að hverfa hverju sinni. Tugir kvenna hófu keppni og er Alda komin áfram í aðra umferð og því einu skref nær markmiðinu. En hver er Alda Coco?

Bosmamikil bomba. Mynd: Anna María Photography

„Ég er þrjátíu ára og vinn sem þjónn á veitingastað á Selfossi og sinni fyrirsætustörfum inni á milli. Ég bý á Selfossi með kærastanum mínum, en við vorum að byggja okkur glæsilega íbúð á Selfossi. Við höfum verið saman í þrjú ár og hann losnar aldrei við mig, greyið,“ segir Alda og hlær. „Ég byrjaði að sitja fyrir að viti árið 2009,“ bætir hún við, en þeir sem hafa fylgst með Öldu á samfélagsmiðlum vita að myndir hennar eru afar þokkafullar og ögrandi. Oftar en ekki er hún fáklædd með munúðarfullan svip á andlitinu.

„Ég valdi þessa ögrandi leið því mér hefur alltaf fundist þessi stíll flottur. Að sjá til dæmis myndir af Ásdísi Rán og Pamelu Anderson, báðar í þvílíku formi með svakalegt sjálfsöryggi. Af hverju ekki að njóta þess að vera ögrandi á meðan maður er ungur og með allt sem þarf í það?“

Öldu Coco líður vel á Selfossi. Mynd: Óli Harðar

Allar konur eru sexý

En hvað er kynþokki, að mati Öldu?

„Það sem mér finnst vera kynþokki er sjálfsöryggi og að bera sig vel, alveg sama hvernig holdafar kona hefur. Allar konur eru sexý, sama í hvaða stærð þær eru,“ segir hún og bætir við hvernig hún fari að því að halda sér í góðu formi.

Alda Coco er ekki á neinum megrunarkúr. Mynd: Óli Harðar

„Það sem ég geri til að halda mér svona eru bara brennsluæfingar og fleiri brennsluæfingar. Ég æfi mikið rass og fætur líka. En ég er ekki á neinu mataræði. Ég vil lifa og njóta og ég á mjög auðvelt með að léttast með að gera nóg af brennsluæfingum.“

Þeir sem vilja kjósa Öldu í keppni Jet Set Magazine geta smellt hér.

https://www.instagram.com/p/Bula3rxgIy8/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug