Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
—–
Manchester United er tilbúið að borga 120 milljónir punda fyrir Paulo Dybala í sumar ef Romelu Lukaku fer. (Sun)
Manchester City gæti þurft að borga meira en 75 milljónir punda til að fá Ben Chilwell bakvörð Leicester í sumar. (Telegraph)
Chelsea vill fá Luis Campos yfirmann knattspyrnumála hjá Lille. (France Football)
Manchester City gæti fengið 15 milljónir punda ef Jadon Sancho fer á 100 milljónir punda í sumar en Manchester United hefur áhuga. (Sun)
Brendan Rodgers stjóri Leicester veit að hann gæti misst Harry Maguire til Manchester United í sumar. (Mercury)
Peter Kenyon fyrrum stjórnarformaður Chelea og Manchester United reynir að kaupa Bolton. (Sun)