fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Stuðningur við ríkisstjórnina hrynur milli kannana

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. mars 2019 09:03

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú aðeins 36 prósent, samkvæmt könnun Zenter fyrir Fréttablaðið. Stuðningurinn mældist 47 prósent í síðustu könnun sem gerð var í desember.

Þrátt fyrir þetta bæta Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn við sig fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn fær rúmlega 24 prósent nú, en fékk um 21 prósent í síðustu könnun.

Framsókn fær nú rúmlega 9 prósent, aukning um eitt prósentustig.

Það fellur í skaut VG að tapa fylginu af stjórnarflokkunum. VG mælast með 10,2 prósent, sem er einu og hálfu prósenti minna en í síðustu könnun.

Miðflokkurinn, sem hefur verið rokkandi frá Klaustursmálinu, bætir við sig og mælist nú með 6,6 prósent.

Viðreisn mælist með 9,7 prósent, sem er rúmlega hálfu prósenti meira en í síðustu könnun.

Samfylkingin tapar mestu fylginu fer úr tæplega 21 prósenti niður í 17,4 prósent. Kjörfylgi var rúm 12 prósent í kosningum.

Fylgi Pírata mælist einu og hálfu prósentustigi minna en síðast og þá dregst fylgi Flokks fólksins lítillega saman.

 

Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent, samkvæmt Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna