fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Margrét sakar Jóhannes um að klæða 7 ára son í klámfatnað: „Þú getur ekki verið að líkja saman bdsm og barnaníð“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2019 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig er það ætli þetta teljist ekki brot á barnasáttmála sameinuðu þjóðanna að klæða börn í BDSM búning, vita þessir foreldrar sem að ætla að klæða börnin í þetta á morgun ekki hvað BDSM gengur útá sem sagt sadómasísk og kvalafullt kynlíf?“

Þetta segir Margrét Friðriksdóttir, stjórnandi Stjórnmálaspjallsins á Facebook. Tilefnið er frétt á Vísi um einn af bestu leikurum þjóðarinnar, Jóhannes Hauk Jóhannesson, sem hefur verið að föndra búning fyrir sjö ára son sinn sem vildi vera eins klæddur og meðlimir hljómsveitarinnar Hatara. Margrét er ekki hrifinn af búningagerð Jóhannesar og fer mikinn á Stjórnmálaspjallinu. Jóhannes hefur eytt miklum tíma í búninginn en sonur hans vill vera eins klæddur og „trommugimpið“ líkt og Jóhannes lýstir því á Vísi. Meðlimir Hatara eru þekktur fyrir ögrandi klæðnað og beitta þjóðfélagsrýni.

Stuðningsmaður Ísraels

En áður en greint er frá gagnrýninni er rétt að greina frá hver Margrét er. Fyrir utan að stýra Stjórnmálaspjallinu þá er Margrét frumkvöðlafræðingur sem stefndi um tíma á að vera oddviti Frelsisflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún ákvað síðan að fara fram fyrir Flokk fólksins en ekki varð neitt úr því. Frelsisflokkurinn hafði það á stefnuskrá sinni að leggjast hart gegn innflytjendum og múslimum. Margrét er mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis. Hún hefur tjáð sig með mjög ákveðnum og kraftmiklum hætti um framlag Hatara til undankeppni Eurovision, Hatrið mun sigra, og sagðist ætla að flytjast af landi brott ef lagið yrði valið sem framlag Íslands til Eurovision.

Margrét fer eins og áður segir mikinn á Stjórnmálspjallinu en fær á sig mikla gagnrýni fyrir málflutning sinn. Margrét segir:

„Merkilegt að fullorðnu fólki finnst í lagi að klæða börn í klámfatnað sýnir kannski hvert við erum komin.“ Margréti er mótmælt víða í þræðinum en segir á öðrum stað: „Þú myndir örugglega klæða barnið þitt í klámfatnað, flott siðferðið hjá ykkur trúleysingjunum.“

Þá hefur Margrét áhyggjur af börnunum: „Fullorðið fólk hlær að þessu finn helst til með börnunum, hvers eiga þau að gjalda?“ spyr Margrét og telur að Samtökin 78 séu einnig að kenna BDSM í grunnskólum landsins. Margrét segir:

„Þér finnst í lagi að klæða börnin í klámfatnað, hvað næst, verður barnaníð viðurkennt í samfélaginu?“

Valþór Ólafsson bendir þá Margréti á að um grímubúning sé að ræða og ekkert annað. Margréti finnst lítið til þess svars koma og segir:

„Þannig börnin mega klæðast ku kux klan, nasistabúning og ISIS klæðnaði fyrir þér?“

Gunnar Þórólfsson segir: „Þú getur ekki verið að líkja saman bdsm og barnaníð.“

Þessu svarar Margrét á þessa leið: „Er það næst á dagskrá í ljósi þess að fólki finnst í lagi að klæða börn í sadómasíska kynlífsbúninga?“

Þá segir Þóra Guðmundsdóttir að búningarnir komi kynlífi ekki við á neinn hátt. Þóra segir: „Það að börn klæðist þessum fáránlega klæðnaði tengist ekki kynlífi af þeirra hálfu.“

Margrét svarar: „Þeir gefa sig út fyrir að vera BDSM hljómsveit BDSM er sadómasísk og kvalafullt kynlíf bara svo það sé á hreinu.“

Auður Hrefnudóttir tekur þátt í umræðunum og segir BDSM vera margt meira:

„Meðal annars sadó- og masókisma, bindingar, traust, virðingu og margt fleira. Ég þekki haug af fólki sem stundar bdsm algjörlega platonic og ekkert kynlífstengt.“ Hún bætir svo við að um sé að ræða grímubúninga.“

„Nei það skiptir auðvitað höfuðmáli hverskonar búningur það er og hvað hann stendur fyrir, fyndist þér þá í lagi að klæða börn t.d. í ku kux klan eða nasistabúninga?“ spyr Margrét.

Auður svarar: „Nasistar og ku kux klan standa fyrir ógeðslega hluti, bdsm gerir það ekki. Ekki sambærilegt. Annars standa þessir búningar ekki fyrir bdsm einu sinni, heldur hljómsveit sem börnin greinilega fíla þó að þú gerir það ekki.“

Margrét segir: „Sadómasó er flestu heilsteyptu fólki ógaðslegt og alls ekki fyrir börn og stendur ekki fyrir neitt fallegt nema fyrir þá sem eru haldnir pervetískum hugsunum og vilja láta meiða sig.“

Þá segir Vigdís Þorvarðardóttir:

„Börnin eru nú ekki meðvituð um BDSM, þau eru bara að herma eftir fólki í hljómsveit. Sama á við um Indíánabúninga. Þegar ég var 6 ára var ég ekki meðvituð um ofbeldið gegn Indíánum mig langaði bara að vera eins og pocahontas.. Börn eru saklaus og hugsa þannig, þannig það er óþarfi að gera eitthvað slæmt út úr þessu.“

Margrét heldur fram að það séu trúleysingjar sem séu fylgjandi því að leyfa börnum að klæða sig í þessa búninga. Margrét segir: „Finnst fyndið að klæða börn í sadómasíska kynlífsbúninga, segir helling um siðferði þeirra.“

Evrópa fílar Hatara

Hafa áður svarað Margréti

Meðlimir Hatara hafa áður svarað Margréti. Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara, sagði í samtali við Vísi að hún hefði verið ráðin fjölmiðlafulltrúi hljómsveitarinnar. Þá sagði Margrét einnig að hún ætlaði að flytja af landi brott ef Hatari myndi sigra. Matthías sagði við Vísi:

„Vilji Margrét flytja í BDSM-nýlendu Hatara, við botn Miðjarðarhafs, þá er hún velkomin. Það verður séð vel um hana.“ Þá bætti hann við á öðrum stað þegar hann var spurður um BDSM tenginguna:

„Það er sterkasta tjáning frjálslyndis sem fyrirfinnst. Það þrengir að en frelsar. BDSM er eins og kapítalið, heldur manni niðri en er í senn sterk einstaklingsbundin tjáning.“

Þjóðin ekki í lagi

Þá segir Margrét á öðrum stað á stjórnmálaspjallinu:

„Það varð nú allt vitlaust í fyrra þegar að einhver hljómsveit málaði sig svarta og settu á sig krullaðar svartar hárkollur, en það þykir í lagi að klæða börn í sadómasískan kynlífsbúning, þessi þjóð er ekki í lagi.“

Diljá Rún segir að börn séu ekki að klæða sig upp sem BDSM kynlífsþræla heldur sem fyrst og fremst Hatara og þá jafnvel sem einhver ákveðinn hljómsveitarmeðlimur.

„Það þykir nú enginn heimsendir ef maður sér barn sem Djöfullinn sjálfur á öskudaginn og til ótal djöfla búningar og allt eftir því, eða hermenn, eða vampírur… Aðeins að anda,“ segir Diljá.

„Það er nefnilega vandamálið og hræsnin, blessuð börnin hafa ekki hugmynd um að þau eru að klæðast sadómasískum kynlífsbúningum sem gerir þetta jafnvel enn verra því foreldrarnir vita betur,“ segir Margrét.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Í gær

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný