Tilkynnt var í desember í fyrra að söngkonan Tamta yrði fulltrúi Kýpur í Eurovision í Ísrael í maí. Fyrir nokkrum vikum var demóútgáfu af laginu Replay lekið á netið og í gær var lagið loksins opinberað og myndband við það frumsýnt.
Það má með sanni segja að lagið hafi vakið strax mikla lukku, svo mikla að Kýpur er nú spáð fjórða sæti í Eurovision-keppninni, sæti sem Ísland vermdi áður en lag Kýpverja var frumsýnt.
Eftir að Replay fór í loftið er laginu Hatrið mun sigra með Hatara spáð fimmta sæti.
Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Replay frá Kýpur: