Lilja Dögg Alfreðsdóttir kynnti í vikunni aðgerðir til að aðstoða fólk til kennaranáms. Er þetta í samræmi við kosningaloforð Framsóknarflokksins sem Lilja auglýsti hvað mest sjálf. Meðal annars verður hægt að sækja um 800 þúsunda króna námsstyrk til kennaranáms og starfsnámið verður launað. Fær hún nóg af peningum til að setja í sinn málaflokk.
Vekur þetta spurningar um aðrar stéttir. Það er ekki aðeins kennaraskortur í landinu. Mikið vantar af hjúkrunarfræðingum, læknum, sálfræðingum og fleiri sérfræðingum innan heilbrigðisgeirans. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hlýtur að horfa á kynningu Lilju öfundaraugum.