Ríkissáttasemjari hefur nú brugðið á það ráð að setja samingafólk í fjölmiðlabann. Ekki hefur farið fram hjá neinum að aukin harka er komin í kjaraviðræðurnar. Sérstaklega hvað varðar Eflingu og þeirra róttæka formann.
Efling hefur boðað verkföll og Samtök atvinnulífsins brugðið á það ráð að kæra verkföllin. Ekki er þetta ástand beint til þess fallið að lægja öldurnar.
Fjölmiðlabanni hefur áður verið beitt í kjaraviðræðum. Til dæmis eftir að upp úr slitnaði í samningaumleitunum sjómanna árið 2017.