Stockfish-kvikmyndahátíðin haldin í þriðja sinn í lok febrúar
Franski leikstjórinn og handritshöfundurinn Alain Guiraudie verður heiðursgestur á kvikmyndahátíðinni Stockfish Film Festival sem fer fram í þriðja sinn í lok febrúar.
Kvikmyndir Guiraudie hafa unnið til fjölmargra verðlauna og var hann meðal annars valinn besti leikstjórinn í Un Certain Regard flokknum á Cannes fyrir mynd sýna Stranger by the Lake árið 2013. Þá var nýjasta mynd hans Staying Vertical tilnefnd í Palme d’Or flokkinum í fyrra. Báðar þessar myndir ásamt eldri mynd hans King of Escape frá árinu 2009 verða sýndar á hátíðinni. Alain mun sjálfur mæta á hátíðina og spjall við áhorfendur á sérstökum Q&A-sýningum. Samkvæmt tilkynningu frá Stockfish fjalla myndir Guiraudie yfirleitt á einn eða annan hátt um kynhneigðir, ástir og ástríður og hefur hann unnið Queer Palm verðlaunin í Cannes.
Einnig hefur verið tilkynnt að Benedict Andrews muni taka þátt verður einnig taka þátt í hátíðinni. Andrews er búsettur á Íslandi og hefur stýrt uppsetningum Þjóðleikhúsins á Macbeth og Lér konungi. Fyrsta kvikmyndaverk Benedicts, UNA, verður sýnd á hátíðinni. Þá hefur verið tilkynnt að norska myndin The King’s choice eftir Erik Poppe og finnska myndin The other side of hope eftir Aki Kaurismäki verða sýndar á hátíðinni.