fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Saga þeirra blekkti alla – Upp komust svik um síðir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 06:59

Jacquelyne Smith.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember var Jacquelyn Smith, 52 ára, á ferð í Baltimore. Hún var í bíl ásamt eiginmanni sínum, Keith Smit, sem ók bílnum. Jacquelyn sat í framsætinu. Skyndilega gekk heimilislaus kona með barn í fanginu og pappaspjald sem á stóð: „Hjálpaðu mér að gefa barninu mínu mat“ að bílnum. Jacquelyn opnaði gluggann til að geta rétt konunni peninga. En þá kom maður skyndilega að bílnum, beygði sig inn um gluggann og tók veski Jacquelyn. Síðan stakk hann hana í brjóstið með hníf og hljóp á brott með konunni.

Svona var kenning lögreglunnar að minnsta kosti um atburðarásina þegar Jacquelyn var myrt eftir því sem segir í umfjöllun Washington Post.

Keith sagði í samtali við fjölmiðla að hann hefði hlaupið á eftir manninum en hafi síðan snúið aftur að bílnum til að aka með helsærða eiginkonu sína á sjúkrahúsið. Lögreglan lýsti strax eftir manninum og sendi út lýsingu á honum í samræmi við upplýsingar frá Keith.

Morðtíðnin er há í Baltimore en þar er að meðaltali framið eitt morð á dag og lögreglunni tekst aðeins að leysa um fjórðung morðmálanna.

Keith sagði fjölmiðlum að eiginkona hans væri síðasta fórnarlamb þessarar morðöldu og krafðist þess að betl yrði bannað í borginni, það væri faraldur.

Lögreglan og fjölmiðlar sögðu að morðið hefði verið tilgangslaust morð á konu sem vildi hjálpa konu í nauð. Sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey skrifaði um málið á Twitter og sagðist efins um að hún myndi gefa betlurum peninga í framtíðinni en það gerir hún reglulega.

Málið tók alveg nýja stefnu

Á sunnudaginn tók málið hins vegar alveg nýja stefnu. Þá voru Keith Smith og dóttir hans og Jacquelyn, Valeria Smith 28 ára, handtekin í Texas nærri landamærunum að Mexíkó. Þau eru grunuð um að hafa myrt Jacquelyn og að hafa logið til um aðild betlaranna að morðinu. Það hafi engir betlarar komið við sögu.

Borgarstjórinn í Baltimore, Catherine Pugh, segir að um tvöfaldan harmleik sé að ræða þar sem feðginin hafi myrt Jacquelyn með köldu blóði og hafi nýtt sér hið skelfilega ástand í Baltimore til að breiða yfir ódæðisverkið. Þau hafi nýtt sér réttmætan ótta samborgara sinna við ástandið í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið