fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Jonah Hill lagður í einelti á samfélagsmiðlum – Svona svaraði hann hrottunum

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 4. mars 2019 19:30

Jonah Hill

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Jonah Hill segist vera meira en tilbúinn til að eyða frítíma sínum í að hjálpa fólki sem á bersýnilega við vandamál að stríða. Hugmyndin að þessu kviknaði eftir að athugasemdir fóru að hrannast upp á samfélagsmiðlum hans, þar sem hver ummælin á eftir öðrum tala niður til leikarans og kalla hann alls konar illum nöfnum.

Einn tiltekinn Instagram-notandi, sem kallar sig afools_watch, sagði að Hill væri sjálfumglatt fífl og ætti ekki að vera að gera kvikmyndir um hjólabrettamenninguna í Bandaríkjunum. Þarna er vísað í leikstjórafrumraun hans, kvikmyndina Mid-90s þar sem mikil áhersla er lögð á hjólabrettakappa, en myndin sækir í æskuár Hill og dregur mikinn innblástur þaðan og uppvaxtarskeið hans.

Í ummælunum segir notandinn meðal annars:

„Þú varst feitt nörd sem krakki og að þú skulir halda að þú hafir verið hjólabrettagarpur þýðir að þú ert ekki að vera samkvæmur sjálfum þér. Sættu þig við það að þú varst lúði og vertu raunsær.“

Hill ákvað þá að svara þessum tilteknu ummælum og viðurkenndi að hann hafi svo sannarlega verið lúði í æsku, en bætir við:

„Ég sé að þú glímir við mikinn sársauka og það hlýtur að vera ömurleg tilfinning. Sláðu á þráðinn ef þig vantar einhvern til að tala við. Reiði er aðeins sorg sem hefur verið bæld of lengi. Ég er til staðar fyrir þig, maður.“

Þessi orðaskipti leiddu til þess að Hill kom með stærri yfirlýsingu um að hjálpa hverjum þeim sem þyrfti á aðstoð að halda, eða einfaldlega einhvern til að ræða við.

„Ég vil standa við orð mín og tala við eins margar þjáðar sálir og ég get og mun veita þeim eins mikið af mínum frítíma og hægt er,“ segir Hill.

I see a lot of anger on here. At first it sucks to read and then I realize it’s just the pain of that person repackaged and redirected. I want to keep my word to offer to talk to people in pain and will donate as much of my free time to this as possible. But I’m realizing there are more than I can personally handle. Maybe there’s a way to structure this so there’s a number you can call and just talk to people with that anger and pain instead of doing something negative with it. I’m down to give as much of my free time as possible to this endeavor but maybe some of you can help me start something for real. If anyone has any experience with this kind of thing maybe we can start a service and all volunteer ? I don’t know. This is just a thought and I’d love to explore a way to do it with any of you out there. Let me know. Thanks.

A post shared by Jonah Hill (@jonahhill) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“