Í þessar gómsætu og hollu pönnukökur þarf aðeins þrjú hráefni: Hafra, banana og plöntumjólk. Það er líka gott að leika sér við uppskriftina og bæta við bragðbætum eins og stevíudropum, vanilludropum, kanil eða smá salti.
Hráefni:
1 banani
100 g hafrar
185 ml plöntumjólk (t.d. haframjólk eða möndlumjólk)
Aðferð:
- Settu hafrana í blandarann og blandaðu vel.
- Bættu banananum og plöntumjólkinni við, og ef þú kýst að setja einnig stevíudropa t.d.
- Helltu hluta af deiginu á pönnu, gott er að nota stóra pönnu og steikja 2-3 pönnukökur í einu.
- Leyfðu litlum loftbólum að myndast á yfirborði pönnukökunnar og snúðu henni við.
- Staflaðu pönnukökunum og njóttu!