fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Hryllilegur ofbeldisfaraldur í Birmingham kallar á óvenjulegar aðgerðir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. mars 2019 18:30

Blæðingakassi eins og koma á fyrir víða um borgina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryllilegur ofbeldisfaraldur hefur geisað í Birmingham á Englandi að undanförnu en hnífum er óspart beitt. Á aðeins hálfum mánuði voru þrír unglingar stungnir til bana. Lögreglan segir að „neyðarástand“ ríki í borginni sem er sú næst fjölmennasta á Bretlandseyjum, aðeins í höfuborginni Lundúnum búa fleiri.

Til að bregðast við hnífaofbeldinu er nú verið að koma „blæðingasettum“ fyrir víða í borginni. Þessi blæðingasett eru tilkomin vegna linnulausrar baráttu einnar konu en sonur hennar var stunginn til bana fyrir utan bar í Birmingham fyrir tæplega tveimur árum. Syni hennar, Daniel Baird sem var 26 ára, blæddi út á nokkrum mínútum eftir að ráðist var á hann og hann stunginn utan við bar í Digbeth hverfinu í júlí 2017.

Móðir hans, Lynne, hefur síðan eytt miklum tíma í að reyna að sannfæra yfirvöld um að hin litlu blæðingasett geti orðið til að hægt verði að bjarga lífi þeirra sem verða fyrir hnífsstungum. Sky skýrir frá þessu.

Nú hefur verið staðfest að borgaryfirvöld og sjúkrabílaþjónusta borgarinnar séu að vinna að því að koma blæðingasettum fyrir á völdum stöðum. Í þessum settum eru þrýstibindi, sárabindi og æðaklemmur. Allt er þetta útbúnaður sem getur gagnast við að stöðva miklar blæðingar nægilega lengi eða þar til sjúkraflutningamenn og læknar koma á vettvang.

Blæðingasett sem þessi eru mikið notuð í Bandaríkjunum og þykir mörgum undarlegt hversu langan tíma hefur tekið að fá borgaryfirvöld í Birmingham til að samþykkja uppsetningu þeirra.

Það sem af er ári hefur verið tilkynnt um rúmlega 300 hnífaárásir í Birmingham. Lögreglan hyggst láta meira að sér kveða vegna þessa og ætlar að stöðva mun fleira fólk og leita á því auk þess sem lögreglumönnum á götum úti verður fjölgað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann