„Fólk gekk ofan á líkum á leið út,“ segir maður sem lifði af
Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl í gærkvöldi. Byssumaður hóf skothríð á staðnum um kl 1:30 í nótt á staðartíma eða um kl 22:30 á íslenskum tíma.
Byssumannsins er enn leitað en talið er að hann hafi verið einn að verki. Innanríkisráðherra Tyrklands staðfestir að 69 manns hafi verið lagðir inn á sjúkrahús þar af fjórir alvarlega slasaðir. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan segir árasina hafa verið gerða til að skapa glundroða og hann heitir því að gefast ekki upp í baráttunni gegn hryðjuverkum.
Sefa Boydas atvinnumaður í knattspyrnu var nýkominn á staðinn þegar skothríðin hófst. Hann segist telja að fleiri hafi látist. „Fólk gekk ofan á líkum á leið út,“ segir hann og bætir við að hann hafi þurft að bera kærustuna sína út á bakinu til að komast út þar sem hún var í hælaskóm. Fleira fólk sem lifði af ástæðuna furðar sig einnig á tölu látinna og telja hana vera hærri.