Leikarinn Árni Beinteinn fór á skeljarnar í Disney World í Orlando á Flórída í gærkvöldi og bað sinnar heittelskuðu, tónlistarkonunnar Írisar Rósar.
Bæði Árni og Íris birta myndbönd af bónorðinu á Instagram-síðum sínum og er þetta í einu orði sagt gæsahúðarmóment.
„Ástin min bað mig um að giftast sér fyrir framan kastalann í gærkvöldi! Hann gerði það rétt fyrir flottustu flugeldasýningu sem ég hef á ævinni séð!!“ skrifar Íris við myndbandið sitt, en bónorðið kom henni í opna skjöldu.
„Ég bjóst alls ekki við þessu og þetta var klárlega besta frí sem ég hef upplifað! Elska þig af öllu hjarta elsku Árni minn,“ bætir hún við.
https://www.instagram.com/p/BugpMNngtuF/
Árni skrifar einfaldlega við sitt myndband:
„Veit ekki alveg hvernig ég á að túlka þessi viðbrögð…en ég tek þessu sem jái.“
https://www.instagram.com/p/Bug27BKABWw/
Árni Beinteinn hefur leikið nánast frá blautu barnsbeini og þykir mikið efni í leiklistinni. Sama má segja um Íris, nema í tónlistinni, en hún hefur verið í tónsmíðanámi við Listaháskólann og gaf út plötuna Forever í fyrra undir listamannsnafninu Roza.
Fókus óskar þeim innilega til hamingju.