fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Stjórnarmaður hjá Pírötum stingur upp á að pólska verði opinbert tungumál á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. mars 2019 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Alma Guðjónsson, stjórnarmaður hjá Pírötum, stingur upp á því að pólska yrði gerð að opinberu tungumáli hér á landi. Yrði þá hið opinbera skylt að gera upplýsingar sínar aðgengilegar á pólsku. Myndi það hjálpa pólskumælandi fólki að skilja betur réttindi sín og skyldur.

 

Fólk skilji réttindi sín og skyldur

Ásmundur veltir þessari hugmynd upp á Pírataspjallinu eftir að hafa séð auglýsingu frá Laugarásbíó, þar sem teiknimyndin How to Train Your Dragon: The Hidden World er sýnd með pólsku tali. Hann segir:

„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég tek eftir þessu með bíósýningar hérlendis. Maður myndi velta því fyrir sér, er ekki tími á að pólska verði opinbert mál hérlendis líka? Ég á ekki við að við myndum öll byrja að læra pólsku, eða að RÚV færi að framleiða efni og hafa fréttir á pólsku líka, heldur að allar upplýsingar og allt efni hjá hinu opinbera verði aðgengilegt á pólsku líka. Það er mikilvægt að reglur, skyldur og réttindi fólks sé aðgengilegt því.“

Hugmyndin fær misjöfn viðbrögð. Sumir eru jákvæðir en aðrir síður. Helsta gagnrýnin á hugmyndina er sú að hún letji pólska innflytjendur til þess að læra íslensku. Aðrir benda á að Pólverjar séu stór hluti vinnuafls hér á landi og íslenska sé erfitt tungumál að læra.

Pólverjar eru langfjölmennastir innflytjenda á Íslandi. Á síðasta ári voru þeir orðnir 17 þúsund talsins en um síðustu aldamót voru þeir einungis rúmlega eitt þúsund. Til að setja þetta í samhengi eru Pólverjar orðnir fleiri en íbúar Reykjanesbæjar.

 

Ekki ný hugmynd

Hugmynd Ásmundar er ekki alveg glæný. Fyrir tæpum mánuði síðan skrifaði íslenskukennarinn og skrímslafræðingurinn Arngrímur Vídalín grein í Stundina þar sem hann hvatti þingheim til að taka þetta mál til umræðu.

„Ég hvet þingmenn til að taka þetta mál til umræðu og velta því fyrir sér í fullri einlægni hvort ekki sé komið að pólskum Íslendingum að fá tilvist sína sem íslensks þjóðarbrots að fullu viðurkennda.“

Lítur hann til Norðurlanda til samanburðar þar sem samíska er opinbert tungumál. Þeir sem hafi samísku að tungumáli séu ekki nema 30 þúsund og séu dreifðir um fjögur lönd.

„Pólskir Íslendingar mynda nú stærsta minnihluta landsmanna af erlendu bergi brotnu síðan áður en Norðmenn og Keltar fóru að kallast Íslendingar. Þeir eru rúmlega sautjánþúsund og þeim fer fjölgandi. Þetta er mjög ánægjuleg þróun og við tökum pólskum vinum okkar vitanlega fagnandi og bjóðum þau velkomin í íslenskt samfélag“ segir Arngrímur.

Þegar hafi fjölmörg fyrirtæki tekið frumkvæði og þýtt upplýsingar sínar á pólsku. Hið opinbera ætti að fylgja fordæmi þeirra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“