fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

„Sumir vilja fara alla leið í þorramatnum en aðrir vilja bara létta þorrastemningu“

Kynning

Veislumiðstöðin, Borgartúni 6

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann afi er í essinu sínu á þessum árstíma og búinn að setja mikinn mat í súr, hann smakkar þetta af og til og er mjög ánægður með útkomuna,“ segir Ámundi Óskar Johansen, veitingamaður í Veislumiðstöðinni, en þar standa þrjár kynslóðir veitingamanna vaktina, auk Ámunda eru það afi hans, Sveinn Valtýsson, og faðir hans, Karl Jónas Johansen.

Afar mikið er að gera í Veislumiðstöðinni nú í aðdraganda þorrans og eru um 1000 manns með pantaðar veitingar í stórar og smáar þorraveislur. En það er enn opið fyrir pantanir: „Við getum alltaf á okkur blómum bætt,“ segir Ámundi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Meðal þorrarétta sem í boði eru má nefna þennan súrmat: Lundabaggar, hrútspungar, hvalrengi, lifrarpylsa og blóðmör; meðal nýmetis eru úrvals síldarréttir, fallegir sviðakjammar, sviðasulta, hákarl, harðfiskur, norðlenskt hangikjöt og gæða saltkjöt. Auk þess er í boði villikryddaður lambapottréttur með kartöflusalati og fersku salati.
Veislumiðstöðin sér fyrir mat á fjölmörgum stórum þorrablótum víðs vegar um höfuðborgasvæðið auk þess sem fyrirtækið leigir út frábæra veislusali í gömlu Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni 6, Reykjavík. En Veislumiðstöðin sinnir ekki síður smærri þorraveislum:

„Við sendum gjarnan mat í smærri fyrirtæki sem eru með veislur fyrir starfsmenn sína, oft bara 20–30 manns. Þá eru þetta svona nett þorraborð fyrir góðan hóp, valið af stóru hlaðborði á þorrafat, svona bestu bitarnir, eins og maður segir. Þetta er gjarnan ákveðið bara í góðu samtali, farið yfir hvað fólk vill fá. Smekkurinn er misjafn, sumir vilja fara alla leið í þorramatnum en aðrir vilja bara létta þorrastemningu,“ segir Ámundi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Til að panta þorraveislur, stórar eða smáar, er best að hringja í síma Veislumiðstöðvarinnar, 517 0102, eða senda tölvupóst á netfangið panta@veislumidstodin.is. Bæði er hægt að senda pantanir eða fyrirspurnir og öllu er svarað hratt og vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“