fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Einar og Laufey spá í Eurovision-spilin: Einn flytjandi sem gæti skákað Hataraveldinu – „Ég held að þær gætu alveg ýft einhverjar bárur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 12:50

Eurovision er óútreiknanlegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir það fyrsta þá er Söngvakeppnin mjög sterk í ár og ég held að hún sé jafnvel meðal betri undankeppnum fyrir Eurovision. Það er allavega það sem ég hef heyrt útundan mér,“ segir Laufey Helga Guðmundsdóttir, Eurovision-aðdáandi og stjórnarmeðlimur í FÁSES, félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Hér er Laufey til vinstri ásamt hinni ísraelsku Nettu, sigurvegara síðasta árs.

Hún spáir því að Friðrik Ómar, með lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Og Hatari með lagið Hatrið mun sigra, mun lenda í einvíginu á laugardagskvöldið. Henni lýst jafnframt vel á breytingar RÚV á reglunum sem fela í sér að atkvæði úr fyrri kosningu færist með flytjendum yfir í einvígið.

„Þetta stefnir í æsispennandi kosningu. Ef að fer svo að Friðrik Ómar og Hatari fara í einvígi finnst mér býsna augljóst að Friðrik Ómar og Hera höfða til sömu áhorfenda og þá gætu atkvæði aðdáenda Heru hrúgast á Friðrik Ómar. Svo eru það hinir sem vilja fá eitthvað nýtt, vilja fá tilbreytingu í Söngvakeppnina, sem kjósa Hatara. Það eru strákar sem berjast gegn kapítalisma en vilja líka selja nokkra boli. Þeir vilja afhjúpa svikamylluna sem hversdagsleikinn er. Er það ekki nákvæmlega það sem Eurovision snýst um?“ segir hún og hlær.

Kraftmeiri framkoma hjá Kristinu

Þó hún spái því að Friðrik Ómar og Hatari keppist um sigurinn segir hún hina þrjá flytjendurna, Töru Mobee, Heru Björk og Kristinu Bærendsen alveg geta komið á óvart.

„Ég held að þær gætu alveg ýft einhverjar bárur. Við vitum ekkert hvernig hin lögin munu koma út þar sem þau eru öll flutt á ensku. Kristina Bærendsen segir að hún ætli að breyta sviðssetningunni nokkuð mikið og maður sér það á Snapchat þar sem hún virðist ætla að standa fremst í flokki með gítar. Ég á von á kraftmeiri framkomu hjá henni en í undankeppni því nú syngur hún á tungumáli sem hún kann betur. Hera mun alltaf negla þetta. Hún bara neglir alltaf. Punktur. Ég held líka að Tara eigi mikið inni. Hún er ofsalega hugrökk að taka þátt í áberandi keppni aðeins tvítug. Hún var aðeins kraftlítil á undankvöldinu en nú er hún komin með meira sjálfstraust og syngur á ensku. Það verður örugglega meiri slagkraftur í þessu.“

Laufey ljóstrar ekki upp hvaða lag hún sjálf ætlar að kjósa á laugardag, en segist ekki verða tapsár þó hennar uppáhald vinni ekki.

„Þessir flytjendur eru allir svo góðir á sinn hátt. Ég skal stolt styðja öll þessi framlög í Eurovision.“

Friðrik sá eini sem getur skákað Hatara

Almannatengillinn Einar Bárðarson er sammála Laufeyju með einvígið.

Einar telur að Hatari vinni.

„Þetta endurspeglar ekki mitt persónulega mat á lögunum en ég hef haft það sterklega á tilfinningunni að Hatari sé að fara að vinna þetta. Ég hafði það alveg þangað til á laugardaginn eftir viðbrögð við sjónvarpsþátt sem ég reyndar sá ekki. Þeir virtust hafa misst aðeins kúlið,“ segir Einar og vísar þar í umdeilda frammistöðu Hatara í þættinum 12 stig á RÚV síðasta laugardagskvöld. Hann telur að þetta verði barátta á milli Hatara og Friðriks Ómars í úrslitunum.

„Að öllum öðrum ólöstuðum held ég að Friðrik sé sá eini sem eigi möguleika í að skáka Hatara að einhverju ráði. Hann er með mjög vandað og flott lag. Hann er fagmaður og með fagmenn allt í kringum sig.“

Hann telur að Kristina Bærendsen gæti komið á óvart.

„Hera er náttúrulega frábær flytjandi en lagið er kannski ekki alveg nógu sterkt, þó það sé fallegt. Tara er með mjög flott lag en er kannski ekki alveg nógu sterkur flytjandi. Svo getur allt gerst með Kristinu. Það lag er mjög grípandi. En ég held samt að eini flytjandinn sem eigi séns á að skáka Hataraveldinu sé Friðrik. Það er bara kalt mat og hefur ekkert með það að gera hverjir eru vinir mínir.“

Einar er ánægður með að RÚV ætli að prófa að láta atkvæði flytjast yfir í einvígið.

„Ég hef það á tilfinningunni að það skili áreiðanlegri niðurstöðu og spegli betur mat þjóðarinnar,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin