fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ný uppgötvun vísindamanna kollvarpar vitneskju okkar um líf utan jarðarinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. mars 2019 22:00

DNA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erfðaefni okkar, DNA, samanstendur yfirleitt af fjórum bókstöfum. Nú hafa vísindamenn hins vegar bætt fjórum stöfum við. Þetta getur breytt skilgreiningunni á lífi og þar með lífi utan jarðarinnar.

Allt líf, frá einföldustu einfrumungum til okkar mannanna, á bókstafina A, T, C og G sameiginlega. Þeir eru einnig kallaðir undirstaða. Þeir gera okkur kleift að flytja eiginleika til næstu kynslóðar.

Hópur bandarískra vísindamanna hefur búið til fjórar nýjar undirstöður sem virðast virka eins og þessar fjórar náttúrulegu. Þar með hafa þeir stækkað stafróf líffræðinnar úr fjórum bókstöfum í átta.

Vísindamennirnir segja að þessar „gerviundirstöður“, sem þeir bjuggu til, sýni að líf á öðrum plánetum, ef það er til staðar, þarf ekki að vera byggt upp á sömu undirstöðum og lífið á jörðinni okkar.

Líf varð til á jörðinni fyrir milljörðum ára af algjörri tilviljun. Vísindamenn telja að það hafi gerst í hafinu þar sem sameindir komust í snertingu við hver aðra fyrir algjöra tilviljun. Hinar náttúrulegu undirstöður hafa þá væntanlega verið til staðar á sama tíma og stað. Sameindirnar hafa sameinast og fyrir tilviljun orðið að einhverju sem virkaði, líf.

Fyrsta lífið var einfalt en hafði eiginleika sem var afgerandi fyrir lífið eins og það er í dag. Það gat flutt eiginleika sína yfir á næstu kynslóð. Af því að nær allar lífverur, allt frá einfrumungum til spendýra, eru með sama lífræna stafrófið telja vísindamenn að lífið, sem myndaðist fyrir milljörðum ára, sé sameiginlegur forfaðir lífsins.

En nú vaknar spurningin um hvort það hafi verið tilviljun að undirstöður lífsins urðu A, T, C og G?

Niðurstöður nýju rannsóknarinnar benda til að svo gæti vel hafa verið því nýju „gerviundirstöðurnar“ virðist hafa næstum sömu eiginleika og þær náttúrlegu. Vísindamennirnir bættu við „gerviundirstöðunum“ S, B, P og Z. Þrátt fyrir breytinguna þá hegðuðu þær sér og líktust náttúrulegu DNA.

Þetta þýðir að fræðilega sé getur verið til líf sem notar allt annað erfðafræðilegt „mál“ en það sem við þekkjum. Vísindamennirnir telja að niðurstöðurnar bendi til að líf utan jarðarinnar, ef það er til, geti verið allt öðruvísi en lífið sem við þekkjum.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Science.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn