fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Lady Gaga ranghvolfdi augunum þegar hún var spurð út í Bradley Cooper: „Samfélagsmiðlar eru klósett internetsins“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 08:32

Lady Gaga og Jimmy Kimmel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lady Gaga og Bradley Cooper eru ekki ástfangin, punktur. Eða það segir Lady Gaga. Í viðtali hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi segir Lady Gaga að þau séu vinir og þessi orðrómur sé bara bull. Hún segir að þau hafi greinilega staðið sig vel á Óskarnum fyrst að fólk var ákveðið í því að þau væru ástfangin.

Lady Gaga og Bradley Cooper fluttu lagið ‚Shallow‘ úr kvikmyndinni A Star Is Born á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðið sunnudagskvöld. Flutningur þeirra vakti mikla athygli en hann var vægast sagt rafmagnaður. Hvernig þau sungu og horfðu á hvort annað sannfærði fólk um að þau væru í raun ástfangin.

Sjá einnig: Flutningur Lady Gaga og Bradley Cooper á Óskarnum vekur athygli: „Meira augnsamband en ég hef nokkurn tímann haldið

„Þið Bradley voruð tengd samstundis, og ég held að þetta sé hrós, en fólk byrjaði að segja: „Ó þau hljóta að vera ástfangin,““

sagði Jimmy Kimmel við Lady Gaga í Jimmy Kimmel Live!

Lady Gaga ranghvolfdi augunum þegar hún var spurð út í Bradley Cooper. Mynd: Skjáskot/YouTube

Lady Gaga ranghvolfdi augunum og sagði:

„Til að byrja með eru samfélagsmiðlar klósett internetsins. Og það sem þeir hafa gert við poppmenningu er ömurlegt. Og fólk sá ást, og gettu hvað, það er það sem við vildum að það myndi sjá.“

Sjá einnig: Sannleikurinn um samband Bradley Cooper og Lady Gaga: „Ég elska hana svo mikið“ – „Hann lét mér líða eins og ég væri frjáls“

Lady Gaga bætti við að ‚Shallow‘ væri ástarlag og myndin A Star Is Born væri ástarsaga.

„Við unnum hart að þessu, við æfðum þennan flutning alla vikuna,“ sagði Lady Gaga.

Hún sagði einnig frá því að tólf mínútum af efni verður bætt við myndina. Efnið sem verður bætt við myndina hefur aldrei borið fyrir augu áhrofenda áður, eins og lengri útgáfur af nokkrum lögum myndarinnar.

Horfðu á allt viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef

Þetta gerist ef þú fjarlægir ekki köngulóarvef
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf

Fyrrum vonarstjarna dæmd í fjögurra ára fangelsi – Lamaður eftir hrottafulla árás með ‘Rambo’ hníf
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lesandi Morgunblaðsins hafði áhyggjur af því að blaðamaður væri gervigreindarforrit

Lesandi Morgunblaðsins hafði áhyggjur af því að blaðamaður væri gervigreindarforrit
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.