Lady Gaga og Bradley Cooper eru ekki ástfangin, punktur. Eða það segir Lady Gaga. Í viðtali hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi segir Lady Gaga að þau séu vinir og þessi orðrómur sé bara bull. Hún segir að þau hafi greinilega staðið sig vel á Óskarnum fyrst að fólk var ákveðið í því að þau væru ástfangin.
Lady Gaga og Bradley Cooper fluttu lagið ‚Shallow‘ úr kvikmyndinni A Star Is Born á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðið sunnudagskvöld. Flutningur þeirra vakti mikla athygli en hann var vægast sagt rafmagnaður. Hvernig þau sungu og horfðu á hvort annað sannfærði fólk um að þau væru í raun ástfangin.
„Þið Bradley voruð tengd samstundis, og ég held að þetta sé hrós, en fólk byrjaði að segja: „Ó þau hljóta að vera ástfangin,““
sagði Jimmy Kimmel við Lady Gaga í Jimmy Kimmel Live!
Lady Gaga ranghvolfdi augunum og sagði:
„Til að byrja með eru samfélagsmiðlar klósett internetsins. Og það sem þeir hafa gert við poppmenningu er ömurlegt. Og fólk sá ást, og gettu hvað, það er það sem við vildum að það myndi sjá.“
Lady Gaga bætti við að ‚Shallow‘ væri ástarlag og myndin A Star Is Born væri ástarsaga.
„Við unnum hart að þessu, við æfðum þennan flutning alla vikuna,“ sagði Lady Gaga.
Hún sagði einnig frá því að tólf mínútum af efni verður bætt við myndina. Efnið sem verður bætt við myndina hefur aldrei borið fyrir augu áhrofenda áður, eins og lengri útgáfur af nokkrum lögum myndarinnar.
Horfðu á allt viðtalið hér að neðan.