Meðal þess sem var í gámnum var heimilistæki eitt. Sjálfboðaliðarnir komust að þeirri niðurstöðu að það virkaði ekki og sendu það því til eyðileggingar. Þegar starfsmenn endurvinnslunnar voru að eyðileggja tækið blasti skyndilega við þeim mikill fjöldi peningaseðla. Lögreglunni var tilkynnt um málið og hefur hún auglýst eftir þeim sem skilaði heimilistækinu af sér með öllum þessum peningum í.
Lögreglan á Sjálandi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hversu mikið fé var um að ræða annað en að hér hafi verið meira en 100.000 danskar krónur en það svarar til rúmlega 1,8 milljóna íslenskra króna. Ekki er óvarlegt að ætla að upphæðin sé töluvert hærri en það. Þá hefur lögreglan ekki viljað upplýsa hvaða heimilistæki var um að ræða því þeir sem gera kröfu til peninganna verða að geta sagt til um upphæðina og í hvernig heimilistæki hún var falin.
Talið er að heimilistækinu hafi verið skilað í endurvinnslustöðina á fimmtudag í síðustu viku.