fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Matur

Fullkomnar vatnsdeigsbollur fyrir bolludaginn – Sjáið uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 13:30

Dásemdin ein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolludagurinn nálgast og eflaust margir sem ætla að taka forskot á sæluna um helgina og annað hvort baka eða kaupa bollur. Hér er skotheld uppskrift að vatnsdeigsbollum sem klikkar aldrei.

Fullkomnar vatnsdeigsbollur

Hráefni:

2 bollar vatn
230 g smjör
2 bollar hveiti
1 tsk. salt
6–8 meðalstór egg

Nammi, namm.

Aðferð:

Hitið ofninn í 215°C og setjið bökunarpappír á ofnskúffur. Setjið vatn og smjör í pott og bræðið saman yfir meðalhita. Hér þarf lítið að hræra en á meðan smjörið bráðnar er hrært kannski 2 til 3. Hafið hveitið tilbúið. Um leið og smjörið er bráðnað takið þið pottinn af hellunni og hellið öllu hveitinu saman við. Hrærið mjög rösklega í blöndunni þar til hún er hætt að festast við hliðar pottsins og myndar kúlu. Gott er að vinna deigið vel með sleif þannig að það steikist og opnist. Setjið deigið í skál og leyfið því að kólna nánast alveg. Blandið salti við. Takið til eggin og hér kemur mikilvægasta skrefið af þeim öllum. Hrærið eitt egg í einu saman við deigið og hrærið alveg þar til það er vel blandað saman við deigið. Þið megið ekki klikka á þessu því þá falla bollurnar og verða glataðar. Deigið á að vera mjög fallega gult, glansandi og eilítið stíft. Hér er því mikilvægt að hræra eitt egg saman við í einu og hætta þegar að deigið er orðið tilbúið. Ef um mjög stór egg er að ræða þarf færri egg en sagt er í uppskriftinni. Notið skeið eða sprautupoka til að búa til bollur með ágætu millibili á ofnskúffurnar. Bollurnar fara svo inn í ofn og þurfa 25 til 30 mínútur til að bakast. Og hér kemur annað mjög mikilvægt – alls ekki opna ofninn fyrstu 20 mínúturnar. Þá geta bollurnar fallið. Leyfið bollunum að kólna og fyllið og skreytið að vild.

Það er gott að leika sér með fyllingar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum