fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fréttir

Veggjakrotarar skemmdu Akureyrarkirkju í nótt: „God is a c*nt“

Jaðrðarför á að fara fram í kirkjunni í dag – Skemmdir unnar á fjórum kirkjum í bænum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svona var Akureyrarkirkja útleikin eftir nóttina. Þar á að vera útför í dag,“ skrifar Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju á Facebook í morgun. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur einhver lagt metnað sinn í að vinna skemmdarverk á kirkjunni í nótt. Búið er að rita alls kyns ókvæðisorð á veggi og hurð kirkjunnar.

Mbl.is greinir frá því að skemmdir hafi verið unnar á fjórum kirkjum á Akureyri í nótt.

Úðað var á þær hliðar sem ekki sjást frá götunni. „Þetta hefur verið gert í skjóli nætur,“ hefur RÚV eftir Svavari en úðabrúsinn fannst við kirkjuna þegar að var komið.

Veggjakrotarinn virðist ekki vera trúrækinn ef marka má boðskapinn sem birtist í skemmdarverkunum. „Religion is slavery“ og „God is a cunt“ er á meðal þess sem hann hefur skrifað.

Svavar segir að kirkjuvörður hafi gert lögreglu viðvart og að haft hafi verið samband við tryggingafélagið. Nú þurfi að hafa hraðar hendur því jarðarför eigi að fara fram í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Akureyringur dreginn fyrir dóm vegna hrottafullrar nauðgunar

Akureyringur dreginn fyrir dóm vegna hrottafullrar nauðgunar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar á Kanarí hvattir til að passa sig næstu daga

Íslendingar á Kanarí hvattir til að passa sig næstu daga
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagt upp á jólunum

Sagt upp á jólunum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur