fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Helgi Magnússon leysir frá skjóðunni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 11:30

Helgi Magnússon og Björn Jón Bragason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom út bókin Lífið í lit, endurminningar Helga Magnússonar, sem Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur skráir.

Lífið í lit er fjölskyldusaga, meðal annars um atvinnurekstur þriggja kynslóða í 117 ár. Sagan segir einnig frá miklum átökum að tjaldabaki í íslensku viðskiptalífi, valdatafli um bankana í upphafi nýrrar aldar og átökum forystu atvinnulífsins og lífeyrissjóða við stjórnvöld eftir hrun, en Helgi var þá formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Helgi gerir Hafskipsmálinu góð skil, en hann var löggiltur endurskoðandi félagsins. Hann hefur einnig átt farsælan feril í viðskiptum meðal annars sem stjórnandi Hörpu og Hörpu Sjafnar. Síðustu 14 árin hefur hann verið hluthafi og stjórnarmaður í Marel og Bláa lóninu, þar sem hann gegnir formennsku.

Í bókinni segir meðal annars frá viðbrögðum Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við því hvernig Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, héldi um stjórnartaumana í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þegar stjórnarsamstarfið var í uppnámi fréttist af Bjarna í golfi, laxveiði og glápandi á fótbolta, sem Davíð fannst víst undarleg forgangsröðun og sagði:

„Ég veit ekki hvernig Bjarni hugsar þetta, en þegar ég var forsætisráðherra þá var litið á það sem fullt starf!“

Útgáfu bókarinnar var fagnað í Gamla bíói á laugardaginn var og mætti þar fjöldi góðra gesta.

Ljósmyndarinn Guðmundur Kr. Jóhannesson tók myndir af stemningunni.

Sigurður Arngrímsson fjárfestir heilsar Helga. Knútur Signarsson í baksýn.
Létt yfir Henson, Halldóri Einarssyni, að vanda.
Björn Jón og Helgi með Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra og Ástvaldi Jóhannssyni, stjórnarmanni í Marel.
Björg Jónsdóttir og Arna Einarsdóttir.
Helgi ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar.
Árni Pétur Jónsson og frú heilsa Birni Jóni. Árni Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri í Landsbankanum, í baksýn.
Þóra Hallgrímsson ræðir við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir lengst til hægri á myndinni.
Börkur Eðvarðsson og frú ásamt Ólafi Jóhannessyni, formanni Vals. Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar sést í bakgrunni.
Guðni Ágústsson ræðir við Katrínu Sigurðardóttur, móður Helga.
Guðmundur Þorgeirsson, læknir og prófessor, ræðir við Helga. Greina má Friðrik Sophusson í bakgrunni.
Björg Jónsdóttir, Ágústa Johnson, Guðlaugur Þór utanríkisráðherra og Grímur Sæmundsen.
Helgi, Eiður Haraldsson, Jón Steindór Valdimarsson og Gerður Bjarnadóttir.
Tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar, Ellert B. Schram og Össur Skarphéðinsson í hrókasamræðum.
Fjölmargir fögnuðu útgáfu bókarinnar.
Litið yfir salinn í Gamla bíói.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“