Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum, en einnig mikill matgæðingur eins og við á matarvef DV höfum kynnt okkur.
Það er einstaklega gaman að fylgja Sunnevu á Instagram þar sem hún deilir oft uppskriftum með fylgjendum sínum, eins og í gær þar sem hún sagði frá því nákvæmlega hvernig hún sýður egg.
„Skemmtileg spurning sem ég fæ oft: Hvernig sýð ég eggin mín. Ég set vatn í pott, smá salt, bíð þangað til suðan kemur upp, lækka hitann. Set þá „timer“ á 4:30. Þegar „timerinn“ er búinn, beint í kalt, rennandi vatn. Og voilá!“ skrifar Sunneva við mynd af nokkuð fullkomnum eggjum.
Hvernig sýður þú eggin þín?