Hera Björk hefur fengið kvikmyndaleikstjórann Baldvin Z (Vonarstræti, Lof mér að falla) til að gera myndband við lagið Moving On sem hún mun syngja í úrslitum Söngvakeppninnar næstkomandi laugardag.
„Já hann var klárlega fyrsta val. Fyrir utan að vera besti leikstjóri landsins og gera æðislegar bíómyndir þá þekkir hann mig frá því við unnum saman í gamla daga á Útvarp Akureyri. Einnig tengdi hann við verkefnið. Við komum með hugmynd til hans sem hann tengdi strax við og kom til baka með útfærslu sem við vorum mjög ánægð með. Þetta er fallegt, einfalt, stílhreint og laust við allan rembing. Myndbandið þarf að klæða lagið og þetta er að heppnast fullkomlega.“