fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Pressan

Byggingaverkamenn björguðu hundi frá drukknun – Eða það töldu þeir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 18:44

„Hundurinn“ góði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur ungra byggingaverkamanna brást snarlega við þegar þeir sáu ískaldan og dauðvona hund í Pärnu ánni í Sindi í Eistlandi nýlegar. Þeir björguðu dýrinu úr ánni og fóru með hann til dýraverndunarsamtaka í þeirri von að hægt yrði að bjarga lífi hundsins.

Þar á bæ brá fólki töluvert þegar það tók við dýrinu því hér var ekki um hund að ræða heldur ungan úlf. Hann var illa á sig kominn, kaldur og hrakinn og hefði drepist ef byggingaverkamennirnir hefðu ekki komið honum til bjargar.

Þeir sáu þegar hann fór niður í gegnum ís á ánni og komst ekki upp úr aftur af sjálfsdáðum. Þeir brutu því ísinn upp með verkfærum og gátu þannig opnað leið fyrir úlfinn upp á land.

Talsmaður dýraverndunarsamtakanna sagði að byggingaverkamennirnir hafi rætt lítillega um hvort þetta væri úlfur sem þeir voru að bjarga en hafi eiginlega ekki trúað því og því flutt hann í dýraathvarfið.

Um karldýr var að ræða og jafnaði það sig fljótt og var sleppt aftur að kveldi dags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri ákærður fyrir fjölda brota

Útfararstjóri ákærður fyrir fjölda brota
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Týndu“ líkum tvíbura

„Týndu“ líkum tvíbura
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir að hella áfengi í ungling áður en hann nauðgaði honum

Ákærður fyrir að hella áfengi í ungling áður en hann nauðgaði honum