Árni Björn Kristjánsson byrjaði að æfa CrossFit haustið 2009. Hann hefur síðan þá keppt þrisvar sinnum á heimsleikunum í Crossfit. Í dag er hann stöðvastjóri og meðeigandi CrossFit XY í Garðabæ.
DV vildi vita hvað svona sterkur, hraustur og athafnasamur maður borðar á venjulegum degi. Árni Björn er vegan og hefur verið það í tæplega tvö ár.
Sjá einnig: Það sem vegan kraftlyftingakona Íslands borðar á venjulegum degi
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
„Venjulegur dagur byrjar 6:45 þegar fjölskyldan fer á fætur og við hjónin útbúum morgunmat saman fyrir dóttur okkar og komum henni í leikskólann. Eins og er, erum ég og konan mín bæði að fasta svo við þurfum ekki að huga að morgunmat fyrir okkur,“ segir Árni Björn og heldur áfram:
„Ég er stöðvastjóri og meðeigandi í CrossFit XY en þar hef ég þjálfað frá opnun stöðvarinnar árið 2012. Ég æfi yfirleitt milli 8-10, vinn í hádeginu og seinni partinn og tek svo aðra æfingu milli 14-16. Flesta daga þjálfa ég aftur á milli 16:30-18:30.“
Ertu búin að ákveða fyrir fram hvað þú ætlar að borða þann dag eða ferðu eftir tilfinningunni?
„Ég tek tarnir þar sem ég skipulegg matinn mjög vel fram í tímann en aðra daga þá fer það meira eftir því hvað er til heima og hvað mér og konunni minni langar að elda hverju sinni. Við erum hins vegar mjög rútínuglöð þegar það kemur að mataræði og eigum okkar uppáhalds rétti og allt hráefni í þá er oftast til,“ segir Árni Björn.
Hvað hefurðu verið vegan lengi?
„Ég hef verið vegan í tæp tvö ár.“
Hverjir eru uppáhalds vegan próteingjafarnir þínir?
„Sojakjöt eins og Oumph!, Like meat, Halsans kök koma nánast við sögu á hverjum degi sem og Bulkpowders vegan prótein duftið frá Hreysti. Hnetusmjör kemur líka sterkt inn og hemp fræ.“
Morgunmatur:
Lang oftast fasta ég frá 21:00 á kvöldin til 13:00 daginn eftir og fæ mér þá ekkert nema 1-2 kaffibolla. Hinsvegar ef ég er ekki að fasta þá borða ég yfirleitt hafragraut og set próteinduft og hnetusmjör út á hann.
Hádegismatur:
Tortilla vefja með sojakjöti, salati, gúrku, papriku, döðlum, hemp fræjum, spírum, tómötum eða hvaða grænmeti sem er til hverju sinni og einhverskonar sósu, oft heimagerð vegan pítusósa, sinnepssósa eða bbq. Ég fæ mér líka alltaf tvær brasilíuhnetur á dag.
Millimál:
Prótein shake og banani með hnetusmjöri eða ristað brauð með avocado, tómötum, salti og pipar.
Kvöldmatur:
Við reynum að hafa kvöldmatinn einfaldan og/eða þannig að hægt sé að útbúa hann fyrr um daginn og hita upp. Linsubaunaréttur með salati og ofnbökuðu spergilkáli eða laufléttur „hamborgari“ með baunabuffi eða sojaborgara eru dæmi um nokkuð reglulegan kvöldmat hjá okkur.
Innihaldsefni:
1 bolli brúnar eða rauðar linsubaunir
½ – 1 grænmetisteningur
2,5 bollar vatn/haframjólk/rjómi eftir því hversu rjómakennt og orkuríkt þú vilt hafa réttinn hverju sinni
1 paprika, smátt skorin
1 laukur, smátt skorinn
½ blaðlaukur, smátt skorinn
1 tsk tandoori krydd
1 tsk garam masala
½ tsk chili duft
Meðlæti:
Döðlukurl léttsteikt á pönnu með sesamfræjum
Ofnbakað brokkólí með olíu og salti (ca. 15-20 mínútur í ofni við 180°C)
Kóríander
Leiðbeiningar: