fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Fær aðeins 236 þúsund fyrir þetta erfiða starf – Drífa útskýrir hvers vegna átök séu nauðsynleg

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. febrúar 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir fulla ástæðu fyrir þernur á hótelum að fara í verkfall. Starf þessarar stéttar sé með erfiðustu störfum sem finnist og launin séu skammarleg. Þetta segir hún í pistli sem ASÍ birtir á Facebook.

„Þess vegna átök, “ segir Drífa og á þá við að nauðsynlegt geti orðið að grípa til verkfalla. Drífa bætir við: „Að vera þerna á hóteli er eitt erfiðasta starf sem hægt er að vinna. Lágmarkslaun í dagvinnu fyrir slíkt starf er 300.000 krónur (eftir 6 mánuði). Eftir skatt fær viðkomandi 236.000 krónur í vasann sem dugir ekki fyrir leigu á þriggja herbergja íbúð. Á mánudaginn hefst atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hótelþerna, sem ráðgert er að hefjist á baráttudegi kvenna 8. mars, til að knýja á um mannsæmandi laun.“

Hún segir að ábyrgðina á átökunum megi finna hjá þeim sem hafi látið misrétti aukast á Íslandi. „Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast síðustu ár og áratugi þannig að hagsældin í okkar ríka landi hefur ekki skilað sér til allra. Þeirra er ábyrgðin á því að nú stefnir í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi. Það er hárrétt sem bent hefur verið á að deilurnar eru á milli vinnandi fólks og atvinnurekenda. Hins vegar er ekki hægt að horfa fram hjá því að stjórnvöld hafa tækið í höndunum til að jafna kjör og tryggja velferð. Að skattkerfið hafi fengið að þróast með þeim hætti að hinir ríkari fái skattalækkanir á meðan skattbyrðin eykst hjá hinum tekjulægstu er uppskriftin að deilum á vinnumarkaði,“ segir Drífa.

Hún gagnrýnir enn fremur tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir. „Það var því ekkert nema eðlilegt að verkalýðshreyfingin gæfi stjórnvöldum tækifæri til að afstýra átökum með því að laga skattkerfið. En hvað gerðist? Skattalækkun á alla, þar með talið bankastjórana sem hafa fengið ríflegar launahækkanir undanfarið, svo ekki sé minnst á kjörnu fulltrúana sem kjararáð hefur verið svo rausnarlegt við. Skattalækkunin nemur svo tæplega sjö þúsund krónum sem eiga að koma til framkvæmda einhverntíman á næstu þremur árum. Þetta voru mikil vonbrigði. Réttlætiskenndinni er greinilega ekki fyrir að fara við ríkisstjórnarborðið. En nú er ljóst að vinnandi fólk þarf að einbeita sér að atvinnurekendum til að ná fram réttlæti og sanngirni,“ segir Drífa.

Hún segir ekki útilokað að fleiri stéttarfélög vísi deilum til sáttasemjara. „Í gær var viðræðum fjögurra stéttarfélaga við atvinnurekendur slitið og fleiri stéttarfélög til viðbótar vísuðu deilunni til sáttasemjara. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri félög vísi á næstunni. Tími sanngirni er runninn upp, vinnandi fólk er tilbúið að sækja það sem því ber; lífsgæði, velferð og réttlátt kaup fyrir sína vinnu,“ segir Drífa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“