HBO er búið að frumsýna stiklu úr heimildarmyndinni Leaving Neverland, en myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni fyrir stuttu. Í myndinni fara danshöfundurinn Wade Robson og forritarinn James Safechuck yfir samskipti sín við poppkónginn Michael Jackson og fullyrða að hann hafi misnotað þá um árabil þegar þeir voru börn.
„Ég var sjö ára. Michael spurði: „Vilt þú og fjölskylda þín koma til Neverland?“,“ rifjar Wade upp í stiklunni. „Dagarnir voru fylltir af töfrandi ævintýrum. Eltingarleikur, horfa á myndir, borða ruslmat: Allt sem maður gat hugsað sér sem barn,“ bætir hann við.
„Hann sagði mér að ef einhver kæmist að því sem við værum að gera þá færum ég og hann í fangelsi til æviloka,“ segir Wade ennfremur með vísan í meint kynferðisofbeldi þegar hann var barnungur. „Ég vil geta sagt sannleikann eins og hátt og ég þurfti að ljúga svo lengi.“
Horfa má á stikluna hér fyrir neðan:
Sjá einnig: